Land­helgis­gæslan mun ekki hafa að­gang að þyrlu í að minnsta kosti tvo daga í þessari viku vegna verk­falls flug­virkja sem nú stendur yfir, það er fimmtu­dag og föstu­dag. Ó­venju mörg út­köll voru um helgina. Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar, segir stöðuna graf­alvar­lega í samtali við Fréttablaðið.

Eina starf­hæfa þyrla gæslunnar, TF-GRÓ á næsta mið­viku­dag að fara í við­halds­skoðun sem tekur í það minnsta tvo daga. Það gæti tekið lengri tíma ef eitt­hvað kemur upp í skoðuninni að sögn Ás­geirs.

Spurður hvort það gæti haft á­hrif ef samið yrði í verk­falli flug­virkja í dag eða á næstu dögum segir Ás­geir það á þessum tíma­punkti ekki muni breyta neinu. Þyrlan þurfi að fara í skoðun á mið­viku­dag.

Spurður um á­hrif þess að hafa ekki þyrlu segir hann anna­samasta tímann yfir­leitt vera á sumrin hjá gæslunni þegar fleiri eru á ferð en segir það þó graf­alvar­legt að í svartasta skamm­deginu sé engin þyrla til­tæk í björgunar­starf á landinu.

Ás­geir bendir einnig á í þessu sam­hengi að önnur þyrla þeirra, TF-EIR, hafi átt að fara í skoðun og hafi ekki getað það vegna verk­fallsins. Þá segir hann að burt­séð frá verk­fallinu sé mikið upp­söfnuð við­halds­þörf sem þurfi að taka á þegar verk­fallinu lýkur.

Flug­virkjar héldu á­fram samninga­við­ræðum sínum hjá ríkis­sátta­semjara í morgun. Ekki náðist í for­mann fé­lagsins, Guð­mund Úlfar Jóns­son, við vinnslu fréttarinnar.