Heitar um­ræður voru í dag ó­undir­búnum fyrir­spurnum á Al­þingi um á­kvörðun meiri­hluta um­hverfis-og sam­göngu­nefndar að sam­þykkja um helgina breytingar­til­lögur ríkis­stjórnar­flokkana sem leggur til að Kja­l­öldu­veita og Héraðs­vötn verði færð úr verndar­flokki í bið­flokk.

Sagði að gagnrýnin kæmi úr hörðustu átt

Berg­þór Ólafs­son, þing­maður Mið­flokksins tók fyrstur til máls og sagði að breytingar á ramma­á­ætlun hafi komið sér á ó­vart.

„Nú hefur nefndar­á­lit meiri hluta um­hverfis- og sam­göngu­nefndar um ramma­á­ætlun, sem við höfum varið miklum tíma í hér í þinginu að koma í gegn, allt frá árinu 2016, verið lagt fram með tölu­verðum breytingum sem komu dá­lítið á ó­vart,“ sagði Berg­þór og gagn­rýnir að jafn miklar og yfir­grips­miklar breytingar hafi verið gerðar eftir að full­trúar stjórnar­flokkana skrifuðu undir þing­loka­samning við fjóra af fimm stjórnar­and­stöðu­flokkunum. Hann segir að þetta tak­marki með hvaða hætti þing­menn geta tjáð sig.

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra svaraði Berg­þóri og sagði að þing­flokks­for­menn sjö flokka hafa skrifað undir sam­komu­lagið, en Mið­flokkurinn sé ekki aðili að þessu sam­komu­lagi. Hún segir ekkert í fyrir­stöðu að gera slíkt þing­loka­sam­komu­lag.

Berg­þór steig þá aftur í pontu og sagði að for­sætis­ráð­herrann væri að stefna í þá átt að ætla að hafa allt í upp­lausn sem eftir er kjör­tíma­bils. Hann telur að þær breytingar sem gerðar voru á ramma­á­ætluninni hefði átt að vera rætt áður en nefndar­á­lit var rammað inn.

Katrín sagði þessi gagn­rýni kæmi úr hörðustu átt og að það sé Mið­flokkurinn sem hafi verið í því hlut­verki undan­farin ár að hleypa þing­lokum í upp­nám. Hún telur það full­kom­lega eðli­legt að breytingar verði á málum þegar gengið er frá endan­legum nefndar­á­litum.

Á bágt með að skilja sinna­skipti Vinstri grænna

Þórunn Svein­bjarnar­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar gagn­rýndi af­greiðslu málsins og sagði að Vinstri grænir hefðu áður fyrr verið flagg­skip náttúru­verndar á Ís­landi.

„Ég fagna því að það hilli undir af­greiðslu þriðja á­fanga ramma­á­ætlunar á Al­þingi vonum seinna en það er ekki sama hvernig það er gert,“ sagði Þórunn og rifjaði upp þegar Katrín var á þing­lýsingar­til­lögu Vinstri Grænna árið 2008 um frið­lýsingu austari og vestri Jökuls­ár í Skaga­firði árið 2008.

„Eftir að hafa fylgst með pólitík Vinstri grænna í meira en tvo ára­tugi á ég bágt með að skilja þessi sinna­skipti,“ sagði Þórunn og spurði for­sætis­ráð­herra með hvaða rökum Vinstri græn geta stutt færslu á Kja­l­öldu­veitu og virkjunar­kostanna í Héraðs­vötnum úr verndar­flokki í bið­flokk.

Katrín sagði að þetta sé í fjórða skipti sem ramma­á­ætlun er lögð fram og af fjórða um­hverfis­ráð­herranum. Um­ræðu um málið hafi aldrei verið lokið meðal annars vegna gagn­rýni Katrínar.

„Verðum við ekki ein­fald­lega að horfast í augu við það, Al­þingi, að við höfum ekki náð saman um þennan á­fanga ramma­á­ætlunar í þau þrjú skipti sem hann hefur verið lagður fram? Verðum við ekki að taka það til opin­skárrar um­ræðu að lík­lega eru þetta of margir kostir til að geta tekið af­stöðu til þeirra í einu ef marka má þessa sögu, sem ég tek al­var­lega?“ svaraði Katrín og segir að í stjórnar­sátt­mála sé sér­stak­lega talað um að eðli­legt sé að horfa til þess að bið­flokkur verði stækkaður þannig að málið sé af­greitt í minni á­föngum.

Ekki náttúruverndarástæður að baki

Þórunn tók þá aftur til máls og sagði að það sé öllu snúið á haus þega kemur að var­úðar­reglunni og færslu á kostum úr vernd í bið.

„Það vill þannig til að við erum að tala um kosti sem hafa eitt­hvert hæsta verndar­gildi sam­kvæmt mati fag­hópa sem unnið hafa fyrir verk­efnis­stjórnina og þeir eru í verndar­flokki vegna náttúru­verndar­hags­muna. Það er ekki í sam­ræmi við var­úðar­regluna að taka kosti úr vernd í bið. Það hrein­lega gengur ekki upp,“ sagði Þórunn og hélt því fram að það væru ekki náttúru­verndar­á­stæður sem eru þar að baki, það hljóti að vera ein­hverjar aðrar á­stæður.

Katrín sagði að hún telur að ramma­á­ætlun sé mikil­vægt tæki og að það hafi valdið henni veru­legum á­hyggjum að ekki hafi tekist að ljúka af­greiðslu ramma­á­ætlunar síðast­liðin sex ár.

„Ég vil minna á, þegar við erum að ræða að Al­þingi hafi hér síðasta orðið, að það var al­ger­lega með­vituð á­kvörðun þegar lögin um ramma­á­ætlun voru sam­þykkt á sínum tíma að Al­þingi skyldi hafa síðasta orðið, að ramma­á­ætlun kæmi ein­mitt ekki fram frá verk­efnis­stjórn og yrði af­greidd ó­breytt,“ sagði Katrín og í­trekaði að hún standi al­gjör­lega með þessu.