Veiðar, varð­veisla og sala á græn­lands­há­karli á al­þjóð­legu haf­svæði voru ný­lega bannaðar á fundi NAFO, fisk­veiði­sam­taka Norð­vestur-At­lants­hafsins. Dýra­verndar­sinnar fögnuðu á­kvörðuninni sem tekin var á fundi sam­takanna í Portúgal.

Þrettán ríki og ríkja­sam­bönd eru aðilar að NAFO. Ís­land, Dan­mörk (fyrir Fær­eyjar og Græn­land), Noregur, Bret­land, Frakk­land (fyrir Sankti Pi­er­re og Miqu­elon), Evrópu­sam­bandið, Rúss­land, Úkraína, Banda­ríkin, Kanada, Japan, Suður-Kórea og Kúba.

Árið 2018 sam­þykktu að­eins Banda­ríkin og Evrópu­sam­bandið veiði­bann á græn­lands­há­karl en nú hafa allir aðilar sam­takanna sam­þykkt það.

Sam­kvæmt nýju reglunum er fisk­veiði­skipum ó­heimilt að halda græn­lands­há­karli jafn­vel þó að hann komi fyrir slysni í netin. Fjögur lönd fengu undan­þágu frá þessu, Ís­land, Noregur, Fær­eyjar og Græn­land, þar sem brott­kast er ó­heimilt. Al­gengt er að græn­lands­há­karlar komi fyrir slysni í net ís­lenskra skipa.

Græn­lands­há­karlinn dvelur víða í Norður-At­lants­hafinu, allt frá Sval­barða að Bret­lands­eyjum. Hann getur orðið allt að 6 metrar á lengd, er eitraður og heldur sig yfir­leitt á tals­verðu dýpi.

Hann er þekktur fyrir lang­lífi en græn­lands­hár­karlar geta náð hæstum aldri allra þekktra hrygg­dýra þó að margt sé enn á huldu. Talið er að elstu dýrin séu um 400 ára gömul.