Stór Grænlandshákarl kom óvart í trollið hjá íslenskum sjómönnum sem náðu að sleppa honum ósködduðum.

„Þetta er eins og hvalur,“ má heyra einn hrópa í myndbandinu um stærðina á skepnunni. Sjómennirnir voru við veiðar í gær þegar hákarlinn flæktist í netið hjá þeim.

„Þeir flækjast oft í troll, sérstaklega á miklu dýpi á grálúðumiðum. Það kemur líka fyrir að þeir flækist í línur og net,“ segir Albert Þór Jónsson, sjómaður frá Bolungarvík, í samtali við Fréttablaðið.

Grænlandshákarlinn er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann er ekki ósvipaður Beinhákarli en sá síðarnefndi getur orðið allt að tvisvar sinnum stærri en Grænlandshákarlinn.

Sjómenn hafa oft þurft að leysa þá úr netum sínum við Íslandsstrendur. Ingimundur Sveinn Pétursson sjómaður birti þetta myndbandið á TikTok sem má sjá hér fyrir neðan.

Íslenskir sjómenn hafa vakið mikla athygli á miðlinum og hafa mörg myndbönd sem sýna ævin­týri ís­lenskra sjó­manna farið á flug um netheima.