Félagið Arctic Therapeut­ics ehf. sem rekur hraðprófunina covidtest.is hagnaðist um 127,2 milljónir króna í fyrra. Fyrirtækið velti alls 399,7 milljónum króna það ár. Félagið hefur ekki áður haft tekjur.

Eins og öðrum fyrirtækjum í sömu starfsemi greiddi ríkið um skeið Arctic Therapeutics fjögur þúsund krónur fyrir hvert hraðpróf sem einstaklingar hér búsettir fóru í. Þessar greiðslur frá ríkinu voru felldar niður 1. apríl síðastliðinn. Þá höfðu Sjúkratryggingar Íslands greitt einkafyrirtækjum í hraðprófunum vel yfir einn milljarð króna.

Gjaldið sem Arctic Therapeutics tekur fyrir hraðpróf í dag nemur 6.980 krónum. Að undanförnu hafa það helst verið erlendir ferðamenn á leið utan sem nýtt hafa þjónustu félagsins sem stendur til boða í Hörpu og á Akureyri.

Eigendur félagsins eru Hákon Hákonarson og Bandaríkjamennirnir David H. Moskowitz og Philip Harper.