Götu­verð þess am­feta­míns sem nú­verandi og fyrr­verandi starfs­menn Kefla­víkur­flug­vallar hefðu getað fram­leitt með þeim am­feta­mín­vökva sem fannst í íbúð eins mannanna eru rúmar 200 milljónir króna. Þetta sýna út­reikningar Frétta­blaðsins en mennirnir voru með sex lítra af am­feta­mín­vökva inni í geymslu sem hefði mátt nýta til að fram­leiða allt að sex­tíu kíló af am­feta­míni.

Í um­fjöllun RÚV um málið frá því í gær­kvöldi er vísað í gæslu­varð­halds­úr­skurð yfir einum af þre­menningunum. Lands­réttur felldi úr­skurð yfir honum úr gildi í fyrra­dag og sleppti honum lausum. Á­stæðan er sú að Lands­réttur taldi ekki næg tengsl við hina tvo mennina. Hann hafði verið hand­tekinn þar sem hann hafði tekið við milljón krónum í reiðu­fé af þriðja manninum.

Málið kom á borð lög­reglu þegar maðurinn sem enn er starfs­maður á Kefla­víkur­flug­velli var stöðvaður við al­mennt um­ferðar­eftir­lit í Reykja­nes­bæ og fékkst stað­fest við sýna­töku að hann væri undir á­hrifum.

Í kjöl­farið leyfði maðurinn lög­reglunni að leita á heimili sínu. Þar fyrir ofan loft­klæðningu fundust rúm­lega tvö kíló af kókaíni. Þá fundust sex vakúmpökkuð vatns­í­lát á gólfinu sem reyndust inni­halda sex lítra af am­feta­mín­vökva. Í úr­skurði Lands­réttar kemur fram að var­lega sé á­ætlað að hægt hefði verið að fram­leiða 30 til 60 kíló af am­feta­míni úr vökvanum.

Sam­kvæmt mánaðar­legum verð­könnunum SÁÁ á verð­lagi á ó­lög­legum vímu­efnum kemur í ljós að nú­verandi verð­lag ársins 2019 á grammi af am­feta­míni eru 3448 krónur. Það þýðir að hefðu mennirnir fram­leitt sex­tíu kíló af slíku efni hefði and­virði þess verið rúmar tvö­hundruð milljónir ís­lenskra króna eins og áður segir eða ná­kvæm­lega 206.880.000 krónur.

Sak­borningarnir þrír eru sagðir vera fæddir árin 1991 og 1992. Frétta­stofa Stöðvar 2 sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að um­ræddur sak­borningur sem enn væri starfs­maður á flug­vellinum væri starfs­maður Air­ports Associa­tes. Hinir tveir mennirnir væru fyrr­verandi starfs­menn.