Vélin er 1,6 lítra V6 vél og tengjast vandamálin erfiðleikum við að láta smáagnasíur virka án þess að það komi niður á afli bílsins. Einnig gengur keppnisútgáfa vélarinnar hægaganginn á 5.000 snúningum á mínútu, en tæknimenn Mercedes-AMG þurftu að láta bílinn ganga fullkominn hægagang á 1.200 snúningum, sem var engin smá áskorun. Að sögn á bíllinn að ná 120 km hraða og fara í 200 km á aðeins sex sekúndum. Fyrstu eintök komast væntanlega í hendur kaupenda fyrir árslok en öll 275 eintökin sem smíðuð verða hafa þegar verið seld.