Sál­fræð­ing­ur­inn Sör­en Sand­er hef­ur sér­hæft sig í skiln­uð­um og þá sér­stak­leg­a skiln­uð­um þar sem upp koma átök. Hann þró­að­i verk­efn­ið Sam­vinn­a eft­ir skiln­að, sem er til­raun­a­verk­efn­i í sjö sveit­ar­­fé­lög­um á Ís­land­i. Lausn­in er fyr­ir for­eldr­a sem skilj­a og þau sem hætt­a sam­an með ó­form­legr­i hætt­i.

Þeg­ar Sör­en Sand­er var í fram­halds­nám­i við há­skól­ann í Kaup­mann­a­höfn hafð­i einn próf­ess­or­ann­a hans sam­band við hann og stakk upp á því að hann mynd­i fara í dokt­ors­nám og rann­sak­a skiln­að­i.

„Ég hafð­i eig­in­leg­a eng­an á­hug­a á því á þeim tíma. Þá var ég að vinn­a með staf­ræn­ar lausn­ir fyr­ir fyr­ir­tæk­i, en hann náði að sann­fær­a mig og stakk upp á því að við mynd­um at­hug­a hvort staf­ræn­ar lausn­ir gætu nýst við skiln­að­ar­ráð­gjöf,“ seg­ir Sör­en.

Verk­efn­ið, Sam­vinn­a eft­ir skiln­að, byrj­að­i því sem rann­sókn­ar­verk­efn­i fyr­ir sjö árum og á að nýt­ast bæði fólk­i sem geng­ur í gegn­um skiln­að og börn­um þess.

Það er mik­il sorg og streit­a sem fylg­ir skiln­að­i og slík­um við­burð­i er í raun hægt að líkj­a við það að upp­lif­a and­lát ná­ins ætt­ingj­a

„Þett­a er að­al­leg­a fyr­ir for­eldr­a en við höf­um kom­ist að því að þett­a nýt­ist líka pör­um sem ekki eiga börn. Það er mik­il sorg og streit­a sem fylg­ir skiln­að­i og slík­um við­burð­i er í raun hægt að líkj­a við það að upp­lif­a and­lát ná­ins ætt­ingj­a. Skiln­að­ur hef­ur á­hrif á þig, börn­in þín og í raun alla fjöl­skyld­un­a þína,“ seg­ir hann.

Sör­en seg­ir að á með­an verk­efn­ið var í þró­un hafi hann og sam­starfs­mað­ur hans á­vallt ver­ið sam­mál­a um það að ef að nið­ur­stöð­urn­ar væru ekki já­kvæð­ar þá mynd­u þeir hætt­a og til­raun­in yrði bara rann­sókn­ar­verk­efn­i.

„Nið­ur­stöð­urn­ar voru mjög já­kvæð­ar og við vor­um þar með þeir fyrst­u í heim­in­um til að afla gagn­a um það að staf­ræn­ar lausn­ir gætu minnk­að lík­urn­ar á þung­lynd­i, kvíð­a, streit­u og öðr­um al­geng­um af­leið­ing­um skiln­að­ar,“ seg­ir Sör­en, og að lausn­in geti líka hjálp­að for­eldr­um að líða bet­ur og við að að­stoð­a börn­in sín til að tak­ast á við allt sem get­ur fylgt skiln­að­in­um.

„Það get­ur ver­ið svo margt. Stund­um þarf fólk að flytj­a eða hugs­a um sjálft sig á nýj­an hátt sem ein­hleyp­an ein­stak­ling sem ekki er leng­ur hlut­i af vís­i­töl­u­fjöl­skyld­u,“ seg­ir Sör­en.

Lausnin er í notkun í Hafnarfirði og í sex öðrum sveitarfélögum, það er Akranes, Mosfellsbær, Fjarðabyggð, Hvalfjarðarsveit, Fljótsdalshérað og Vestmannaeyjabær.

Í sjö sveit­ar­fé­lög­um

Lausn­in er not­uð í Dan­mörk­u og Sví­þjóð auk þess sem ensk og ar­a­b­ísk út­gáf­a er til og svo er ís­lensk út­gáf­a. Ís­lensk­a út­gáf­an er í notk­un í sjö sveit­ar­fé­lög­um á Ís­land­i en er enn í þró­un. Það er von Sör­ens að all­ir Ís­lend­ing­ar muni að lok­um geta nýtt sér hana. Sör­en seg­ir að það eina sem fólk þurf­i til að próf­a sé að eiga tölv­u, hafa að­gang að int­er­net­i og hafa orð­ið fyr­ir ein­hvers kon­ar á­hrif­um af skiln­að­i. Það þurf­i enga sér­stak­a mennt­un til að taka nám­skeið­ið.

Sör­en seg­ir að það sé margt líkt menn­ing­ar­leg­a með Ís­land­i og Dan­mörk­u en það sé alls ekki allt eins. Í báð­um lönd­um er al­gengt að fólk sé í sam­búð en gift­i sig ekki og því er lausn­in líka í boði fyr­ir þau sem gang­a í gegn­um sam­bands­slit en voru ekki gift og jafn­vel fyr­ir fólk sem var sam­an en var ekki í sam­búð.

Sör­en seg­ir einn helst­a kost lausn­ar­inn­ar að hægt sé að nálg­ast hana hve­nær sem er sól­ar­hrings og að ekki þurf­i að fara á ein­hverj­a skrif­stof­u til að fá ráð­gjöf.

„Það er hægt að gera þett­a nafn­laust og heim­a hjá sér. Í fá­menn­u land­i þar sem marg­ir þekkj­ast gæti fólk veigr­að sér við því að sækj­a sér að­stoð en með þess­u get­ur fólk feng­ið hjálp án þess að segj­a nokkr­um mann­i frá því. Við sjá­um í Dan­mörk­u að við erum að ná til fólks sem all­a­jafn­a mynd­i ekki sækj­a sér að­stoð og það er oft fólk­ið sem mest þarf á að­stoð­inn­i að hald­a,“ seg­ir Sör­en.

Kannsk­i þarft­u að fyr­ir­gef­a fyrr­ver­and­i maka þín­um, eða jafn­vel að fyr­ir­gef­a sjálf­um þér því þú fórst frá fjöl­skyld­unn­i þinn­i. Það fer í báð­ar átt­ir

Sorg og fyr­ir­gefn­ing

Lausn­in er byggð þann­ig upp að hún er sam­sett af mörg­um styttr­i kúrs­um sem fólk get­ur far­ið í gegn­um. Alls eru þeir 18 og ein­blín­ir hver þeirr­a á ó­lík­ar af­leið­ing­ar eða fylg­i­fisk­a skiln­að­ar­ins, eins og reið­i í garð fyrr­ver­and­i maka, hvern­ig eigi að skilj­a til­finn­ing­ar barns­ins og hvern­ig sé hægt að eiga sam­skipt­i við fyrr­ver­and­i maka.

„Það klár­a fæst­ir alla 18 kúrs­an­a. Fólk fer yf­ir­leitt inn og vel­ur það sem hent­ar því. Það sem er, til dæm­is, mjög vin­sælt, er hvað­a á­hrif skiln­að­ur hef­ur á börn og hvað sé hægt að gera í því. Þá er einn­ig vin­sæll kúrs um fyr­ir­gefn­ing­u og hvern­ig er hægt að hafa sam­eig­in­leg­ar regl­ur á tveim­ur heim­il­um. Fólk vel­ur þann­ig það sem hent­ar því og er því mik­il­vægt,“ seg­ir Sör­en.

Hann seg­ir ekki mik­il­vægt að fyrr­ver­and­i pör velj­i sömu kúrs­an­a eða jafn­vel að báð­ir að­il­ar nýti sér lausn­in­a. Hann seg­ir það hafa ver­ið mjög skýr­a kröf­u frá fag­að­il­um að það væri ekki nauð­syn­legt að báð­ir að­il­ar nýtt­u sér lausn­in­a.

„Stund­um er það þann­ig að ann­ar að­il­inn er kom­inn í nýtt sam­band og er ham­ingj­u­sam­ur en hinn að­il­inn er í sorg. Þann­ig eru þau á mjög ó­lík­um stað og vilj­a ekki bæði nýta lausn­in­a. Þess vegn­a höf­um við haft það opið að bara ann­ar að­il­inn nýti sér hana,“ seg­ir Sör­en.

Þá sé einn­ig vin­sæll kúrs um fyr­ir­gefn­ing­u og ann­ar um sorg.

„Kannsk­i þarft­u að fyr­ir­gef­a fyrr­ver­and­i maka þín­um, eða jafn­vel að fyr­ir­gef­a sjálf­um þér því þú fórst frá fjöl­skyld­unn­i þinn­i. Það fer í báð­ar átt­ir,“ seg­ir Sör­en.

Hann bend­ir á að það séu til rann­sókn­ir allt frá sjö­und­a og tí­und­a ár­a­tugn­um sem bend­a til þess að á­fall­ið sem fylg­i skiln­að­i megi helst líkj­a við ást­vin­a­miss­i.

„Það er allt­af gott að hugs­a um hvað börn­in þurf­a og vera á sama tíma með­vit­að­ur um það að þótt þið séuð skil­in og þið kannsk­i hat­ið hvort ann­að á þess­um tím­a­punkt­i þá get­ið þið enn unn­ið sam­an.“

Nærr­i helm­ing­ur skil­ur

„Þett­a er einn mest streit­u­vald­and­i við­burð­ur­inn í lífi fólks. En hér á Norð­ur­lönd­un­um er þett­a á­lit­inn nokk­uð eðl­i­leg­ur við­burð­ur vegn­a þess að nærr­i helm­ing­ur okk­ar geng­ur í gegn­um þett­a á lífs­leið­inn­i,“ seg­ir Sör­en.

Hann seg­ir að það séu þó aug­ljós­ir kost­ir við það að báð­ir að­il­ar nýti sér lausn­in­a því þá hafi fólk sam­eig­in­legt tung­u­mál til að ræða við börn sín um skiln­að­inn. Hann seg­ir það þó allt­af kost að minnst­a kost­i ann­að for­eldr­ið hafi kynnt sér þess­a lausn og hafi þann­ig þau tæki og tól sem fylgj­a, til að geta stutt barn­ið í gegn­um skiln­að­ar­ferl­ið.

Hann seg­ir að það sé eng­inn fast­ur tím­a­ramm­i á því hvers­u leng­i fólk er að jafn­a sig en það geti ver­ið allt frá nokkr­um mán­uð­um upp í ár.

Hugs­ið um fyrr­ver­and­i sem vinn­u­fé­lag­a. Þið þurf­ið ekki að elsk­a hvort ann­að, eða einu sinn­i vera vin­ir, en þið þurf­ið að vinn­a sam­an þeg­ar kem­ur að börn­un­um ykk­ar

„Það skipt­ir ekki máli hvort þú gekkst í gegn­um skiln­að fyr­ir tíu árum eða í gær. Það skipt­ir ekki máli hvort börn­in þín eru enn börn eða hvort þau eru upp­kom­in,“ seg­ir Sör­en og í­trek­ar að lausn­in sé fyr­ir alla. Hún geti, til dæm­is, einn­ig nýst full­orðn­um, sem eru skiln­að­ar­börn en hafi ekki haft að­gang að slík­um lausn­um þeg­ar for­eldr­ar þeirr­a skild­u, og ömm­um og öfum.

Byggt á skand­in­av­ísk­u frels­i

Lausn­in var til að byrj­a með skyld­a í Dan­mörk­u sem part­ur af nauð­syn­leg­um um­hugs­un­ar­tím­a sem fólk var skyld­að til að nýta áður en skiln­að­ur­inn gekk í gegn, en þeg­ar það kom í ljós að þess­i tími hafð­i slæm á­hrif á börn­in var hann felld­ur út og lausn­in gerð að vali.

Hann seg­ir að það sé þeim á­kaf­leg­a mik­il­vægt að eng­inn sé þving­að­ur til að nýta sér lausn­in­a. Sam­vinn­a eft­ir skiln­að sé hann­að með skand­in­av­ískt frels­i í huga og það gang­i gegn hug­mynd­a­fræð­i þeirr­a að fólk sé þving­að til þess.

„Það er byggt á þeirr­i hugs­un að þú sem full­orð­in mann­eskj­a á­kveð­ir sjálf hvað þú vilt gang­a í gegn­um og hvað­a tól hent­a þér,“ seg­ir hann.

Sör­en seg­ir að ef fólk er að hugs­a um að skilj­a eða er að gang­a í gegn­um skiln­að þá sé gott að hugs­a um fyrr­ver­and­i sem vinn­u­fé­lag­a og hafa vel­ferð barn­ann­a allt­af í fyrst­a sæti.

„Það er allt­af gott að hugs­a um hvað börn­in þurf­a og vera á sama tíma með­vit­að­ur um það að þótt þið séuð skil­in og þið kannsk­i hat­ið hvort ann­að á þess­um tím­a­punkt­i þá get­ið þið enn unn­ið sam­an. Hugs­ið um fyrr­ver­and­i sem vinn­u­fé­lag­a. Þið þurf­ið ekki að elsk­a hvort ann­að, eða einu sinn­i vera vin­ir, en þið þurf­ið að vinn­a sam­an þeg­ar kem­ur að börn­un­um ykk­ar.“

Hægt er að kynna sér verkefnið nánar hér.