Gos­stöðvar í Geldingar­dölum eru opnar al­menningi á ný í dag eftir að hafa verið lokað í gær vegna hættu á gróður­eldum.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­nesjum er al­menningur minntur á að að­stæður geti breyst fyrir­vara­laust á svæðinu og gasmengun alltaf farið yfir hættu­mörk.

Snýst í norð­vestan 5-10 í dag sem beinir gasinu til suð­austurs og austurs, og gæti það borist yfir byggð á vestan­verðu Suður­landi. Öruggast er að horfa á eld­gosið með vindinn í bakið.

Yfir­borðs­mengun getur verið í jarð­vegi, snjó og yfir­borðs­vatni vegna þung­málma og upp­söfnunar flúors (F). Mengun er mest í næsta ná­grenni við gos­stöðina. Vegna loft­mengunar er ekki ráð­lagt að dvelja lengi við gos­stöðvarnar. Börnum, öldruðum, barns­hafandi konum og þeim sem hafa undir­liggjandi hjarta- og lungna­sjúk­dóma er ráð­lagt frá því að fara á gos­stöðvarnar ef ein­hver loft­mengun er yfir­vofandi.

Tilkynning frá lögreglu. Bílastæði: Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á...

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Tuesday, 11 May 2021