Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum hefur tekið á­kvörðun um að á­fram verði lokað inn á gos­stöðvarnar í dag vegna veður­að­stæðna, en veður­út­lit fyrir svæðið er ekki gott fyrir daginn í dag.

Kemur þetta fram í til­kynningu frá Al­manna­vörnum, en gos­stöðvarnar hafa verið lokaðar síðan á sunnu­dag.

Það er gul við­vörun við gildi á Suður­landinu til há­degis í dag og hefur á­fram verið spáð rigningu. Í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands segir að ekkert lát verði á lægða­ganginum í kringum landið.

„Ekkert lát er á lægða­ganginum í kringum landið og fara flestar lægðirnar til norðurs fyrir vestan land og mun því lítið lát verða á vætu­tíðinni um landið sunnan- og vestanvert, en samt sem áður mun restin af landinu fá vætu líka, en oftast í mun minni skömmtum.“

Hjör­dís Guð­munds­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Al­manna­varna segir að lokunin sé aðal­lega vegna veðurs.

„Lokunin verður út daginn og svo verðum við á­fram að meta þetta blessaða veður. Maður sér það á vef­mynda­vélina eða í fréttum í gær­kvöldi að það er enginn gleði í að labba í tvo tíma að gosinu í þessu veðri. Þú sérð ekki neitt. Þó að eld­gosið sé stór­kost­legt þá er þessi ganga ekki þess virði í þessu veðri,“ segir Hjör­dís.