Nokk­ur gos­meng­un hef­ur mælst á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u í dag sam­kvæmt til­kynn­ing­u frá Veð­ur­stof­u Ís­lands. Þar hafa mælst brenn­i­steins­tví­ox­íð og súl­fat­agn­ir sem vald­a gos­móð­u. Gild­i efn­ann­a eru þó ekki svo há að ráð­leggj­a þurf­i al­menn­ing­i að hald­a sig inn­an­dyr­a.

Hins veg­ar geta þau sem eru við­kvæm fyr­ir loft­meng­un fund­ið fyr­ir ein­kenn­um á borð við svið­a í háls­i og aukn­um astm­a­ein­kenn­um. Ekki er ráð­lagt að leyf­a ung­a­börn­um að sofa úti eins og stað­an er núna.

Gos­móð­an sem er yfir borg­inn­i er ekki að koma beint af gossv­æð­in­u í Geld­ing­a­döl­um. Um er að ræða eldri gos­mökk sem ver­ið hef­ur fyr­ir utan land en kom­ið aft­ur upp á land með vest­an­átt­inn­i. Vind­ur hef­ur ver­ið mjög hæg­ur í dag á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u sem ger­ir það lík­legr­a að gos­móð­an staldr­i við.

Hægt er að kynn­a sér loft­gæð­is­mæl­ing­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar á www.loft­ga­ed­i.is og best er að fylgj­ast með magn­i brenn­i­steins­tví­ox­íðs til að skoð­a stöð­un­a. Auk þess er hægt að skoð­a leið­bein­ing­ar frá Em­bætt­i land­lækn­is hér.

Meng­un­in er ekki að koma beint frá gos­stöðv­un­um.
Fréttablaðið/Ernir