Fransk­a sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið hef­ur sekt­að band­a­rísk­a tækn­i­ris­ann Go­og­le um 593 millj­ón­ir doll­ar­a, tæpa 74 millj­arð­a krón­a, fyr­ir að fylgj­a ekki fyr­ir­mæl­um stjórn­vald­a um við­ræð­ur við frétt­a­miðl­a og á­ætl­an­a­gerð um hvern­ig greið­a skul­i fyr­ir efni sem þeir fram­leið­a.

Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið hef­ur auk þess fyr­ir­skip­að Go­og­le að skil­a slíkr­i á­ætl­un inn­an tveggj­a mán­að­a, ell­eg­ar verð­a sekt­að um eina millj­ón doll­ar­a, rúm­leg­a 124 millj­ón­ir krón­a, á dag.

Þrýst­ing­ur hef­ur auk­ist víða um heim á tækn­i­fyr­ir­tæk­in að greið­a fyr­ir efni. Ný­leg, ástr­ölsk lög skyld­a fyr­ir­tæk­in til að borg­a fyr­ir frétt­a­efn­i og Go­og­le og band­a­rísk­i fjöl­miðl­a­ris­inn News Corp. hafa gert með sér samn­ing um greiðsl­ur frá Go­og­le fyr­ir frétt­a­efn­i.