Franska samkeppniseftirlitið hefur sektað bandaríska tæknirisann Google um 593 milljónir dollara, tæpa 74 milljarða króna, fyrir að fylgja ekki fyrirmælum stjórnvalda um viðræður við fréttamiðla og áætlanagerð um hvernig greiða skuli fyrir efni sem þeir framleiða.
Samkeppniseftirlitið hefur auk þess fyrirskipað Google að skila slíkri áætlun innan tveggja mánaða, ellegar verða sektað um eina milljón dollara, rúmlega 124 milljónir króna, á dag.
Þrýstingur hefur aukist víða um heim á tæknifyrirtækin að greiða fyrir efni. Nýleg, áströlsk lög skylda fyrirtækin til að borga fyrir fréttaefni og Google og bandaríski fjölmiðlarisinn News Corp. hafa gert með sér samning um greiðslur frá Google fyrir fréttaefni.