Björgunar­sveitin á Dal­­vík var kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna slasaðs göngu­­manns. Maðurinn hafði verið á göngu í Karls­ár­­dal þegar hann slasaðist á fæti og óskaði eftir að­­stoð.

Greið­­lega gekk að komast að manninum að sögn björgunar­sveitarinnar og var hann fluttur af björgunar­­mönnum í sjúkra­bíl rúm­­lega einni klukku­­stund eftir að kallið barst.

Maurinn var í kjöl­farið fluttur á sjúkra­hús til nánari skoðunar en meiðsli hans voru ekki talin al­var­­leg.