Göngu­leið A verður lokuð al­menningi frá klukkan fjögur í nótt til klukkan níu í fyrra­málið, en þá er fyrir­hugað að halda á­fram að lag­færa göngu­leiðina að eld­stöðvunum. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra.

Fólk sem hyggst ganga að gosinu á þessum tíma er beðið um að virða til­mælin og nota göngu­leið C á meðan á lag­færingum stendur.

Eins og staðan er nú eru litlar breytingar á virkni eld­gossins, og jarð­skjálfta­virknin á Reykja­nes­skaga er svipuð og verið hefur undan­farna daga. Veður­spáin gerir ráð fyrir hægum vindi og þurrki að mestu yfir helgina.

Þá vilja Al­manna­varnir benda á að við­vera við­bragðs­aðila á svæðinu er í lág­marki eftir mið­nætti á kvöldin.