Göngu­leið A hefur verið lokað á gos­stöðvunum í Geldinga­dölum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra.

Hraun hefur nú tekið að flæða yfir varnar­garða skammt frá göngu­leið A og mun ekki líða á löngu þar til hraun tekur að flæða yfir göngu­leiðina og niður í Nátt­haga­krika.

Lög­regla og björgunar­sveitir vinna nú að því að rýma göngu­leiðina. Fólki er bent á að koma sér á göngu­leið B eða C. Mælt er sér­stak­lega með göngu­leið C í þeim efnum.

Yfir­völd biðla til fólks um að fara var­lega í kringum hraunið. Minnt er á að það er ó­út­reiknan­legt og getur hraði þess aukist snögg­lega.