Lög­reglan á Suður­nesjum hand­tók karl­mann á fer­tugs­aldri í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­sonar fyrr í þessum mánuði en maðurinn reyndist vera með tals­vert magn af fíkni­efnum og lyf­seðils­skyldum lyfjum í fórum sínum.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að tæp­lega 300 grömm af met­am­feta­míni og 1.600 stykki af lyf­seðils­skyldum lyfjum hafi fundist. Fann toll­gæslan pakkningu með met­am­feta­míni sem var vafin föst við maga mannsins.

Að sögn lög­reglu lét maðurinn ó­frið­lega við af­skipti toll­varða og lög­reglu og var hann vistaður í fanga­klefa en síðan úr­skurðaður í gæslu­varð­hald.

„Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lög­reglunni á Suður­nesjum. Þá fundust fíkni­efni við hús­leit hjá honum, auk kylfu, raf­byssu og rúm­lega tveggja milljóna króna í ís­lenskri og er­lendri mynt, sem lög­regla taldi vera á­góða af fíkni­efna­sölu. Einnig fundust níu lítrar af landa. Rann­sóknin nú snýr að brotum á lögum um á­vana- og fíkni­efni, brot á lyfja­lögum og peninga­þvætti,“ segir í til­kynningu lög­reglu.