Hin­segin aktív­istinn og há­skóla­neminn Mars Proppé hefur í nokkur ár barist fyrir því að Há­skóli Ís­lands komi upp kyn­hlut­lausum klósettum fyrir þá nem­endur sem falla utan kynjat­ví­hyggjunnar.

„Mark­mið mitt er að það verði kyn­hlut­laus klósett í öllum byggingum í há­skólanum af því að staðan núna er þannig að í sirka helmingi þeirra þá eru engin klósett sem eru ekki kynja­merkt,“ segir hán.

Að sögn Mars er fram­boð kyn­hlut­lausra klósetta mjög tak­markað innan veggja HÍ og gagn­rýnir hán að­gerða­leysi skóla­yfir­valda í jafn­réttis­málum sem hán segir vera fremur í orði en á borði.

„Jafn­rétti er eitt af grunn­gildum há­skólans en það er rosa mikil sýndar­mennska í kringum það af því það gildir ekkert fyrir alla. Það er bara sumt jafn­rétti sem er mikil­vægt.“

Mars tók ný­lega upp á því að mót­mæla þessu að­gerða­leysi með því að líma yfir kynja­merkingarnar á klósettum há­skólans og breyta þeim þannig í kyn­hlut­laus klósett. Hán segir nýju merkingarnar þó ekki hafa falið vel í kramið hjá öllum.

„Ég byrjaði á því að líma yfir þær í öllum há­skólanum sem svona svo­lítið sta­tement en það fékk ekki að standa lengur en hálfan dag þar til það var tekið niður. Þannig það er greini­legt að það er ag­enda en það er bara ekki með okkur inni­falið,“ segir hán.

Þegar þetta gekk ekki brá Mars ein­fald­lega á það ráð að fjar­lægja kynja­merkingarnar á klósettum víða um há­skóla­svæðið. Hán var þó á endanum gómað af hús­verði skólans sem brást síður en svo vel við að­gerðunum. Í færslu sem Mars skrifaði á Twitter segir hán hús­vörðinn hafa setið fyrir sér og skipað háni að taka þetta ekki lengra.

Algjör tímaskekkja

Að sögn Mars hefur hán áður reynt að vekja at­hygli á málinu í gegnum form­legri leiðir. Hán hefur bæði setið í jafn­réttis­ráði Stúdenta­ráðs og situr nú í jafn­réttis­ráði Verk­fræði- og náttúru­vísinda­sviðs.

„Það er eigin­lega sama hvað við vekjum mikla at­hygli á þessu, bæði frá nem­enda­sjónar­horni og líka innan bjúró­krasíunnar hjá jafn­réttis­full­trúunum sem eru á launum uppi skrif­stofu á rektors, það er bara eins og þau hafi engin völd til að gera neitt í þessu,“ segir hán og bætir við að í raun ekki að vera mikið mál fyrir há­skólann að bæta úr þessu.

„Það er ekki eins og þetta sé mikið mál heldur, infra­s­trúktúrinn er til, það er nóg af klósettum það þarf bara að merkja sum þeirra þannig að þau séu að­gengi­leg öllum.“

Mars segist hafa orðið vart við mikinn stuðning frá sam­nem­endum sínum og jafn­vel sumum kennurum.

„Þegar ég fór upp­runa­lega hringinn minn að líma yfir merkingarnar þá var ég stoppað bæði af nem­endum og kennurum sem fannst þetta mjög tíma­bært og voru mjög sátt við að skólinn væri að gera þetta af því þau héldu að ég væri á vegum skólans, sem ég var náttúr­lega ekki.“

Hán lýsir þessu sem al­gjörri tíma­skekkju og segist vilja sjá há­skóla­yfir­völd taka skýra af­stöðu með jafn­rétti allra kynja.

„Ég myndi vilja að yfir­völd í há­skólanum tæku af­stöðu með jafn­rétti, ekki bara konur versus karlar, heldur jafn­rétti allra og byggju til um­hverfi sem væri opið öllum. Af því þetta um­hverfi er það ekki. Það inni­héldi þá að það væru klósett fyrir alla. Það er mjög mikið talað um jafn­rétti en það er ekkert gert í því,“ segir Mars.