Gamla bjallan við dómkirkju Krists konungs, í daglegu tali oft nefnd Landakotskirkja, er nú í yfirhalningu.

Farið er um yfirborð bjöllunnar með pússara, hún slípuð öll til og frískað upp á hana.

Klukkur kirkjunnar eru þrjár og eru tileinkaðar Kristi konungi, heilagri Maríu og heilögum Jósef.

Bjallan er merkileg fyrir þær sakir meðal annars að hún var aldrei notuð því galli kom í ljós á henni eftir komuna til landsins.