Jón Baldurs­son, tvö­faldur heims­meistari, tekur í dag við starfi lands­liðsein­valds í opnum flokki í bridds til næstu fjögurra ára.

Jón tekur sjálfur sæti í lands­liðinu sem spilari eftir nokkurt hlé með Sigur­birni Haralds­syni makker. Fjórir aðrir spilarar verða í liðinu.

„Ég hef verið mikill á­huga­maður um fram­gang briddsins hér á landi,“ segir Jón. „Okkur gekk mjög illa á síðasta Evrópu­móti. Nú er ég hættur að vinna og hef tíma, við hjónin verðum vonandi eitt­hvað saman í þessu verk­efni,“ bætir Jón við.

Árangur lands­liðs Ís­lendinga í opnum flokki á Evrópu­mótinu í sumar olli miklum von­brigðum. Ís­land endaði ná­lægt botninum og er af sem áður var, því Jón var í hópi heims­meistaranna ís­lensku árið 1991. Hann hefur einnig unnið Ólympíu­mót í para­keppni og varð heims­meistari í ein­menningi árið 1994. Brid­gesam­bandið segir ráðningu Jóns gleði­efni og mikla víta­mín­sprautu í því að snúa vörn í sókn.

„Jón nýtur svo mikillar virðingar innan bridds­heimsins að mér finnst lík­legt að allir okkar bestu spilarar gefi nú kost á sér í lands­liðið,“ segir Matthías Ims­land, fram­kvæmda­stjóri Brid­gesam­bands Ís­lands.

„Bakkus verður bannaður og menn þurfa að sofa á nóttunni og hvíla sig“

-Jón Baldursson, heimsmeistari og landsliðseinvaldur í bridds

Einar Guð­john­sen, keppnis­spilari í bridds, mun styrkja lands­liðs­starfið með veg­legri fjár­hæð í minningu Sigurðar Sverris­sonar, eins besta spilara landsins. Sigurður lést vegna Co­vid og Jón segir fram­tak Einars á­nægju­legt á sama tíma og Sigurðar sé sárt saknað.

Hinn nýi lands­liðsein­valdur, sem kalla má goð­sögn í al­þjóð­legum bridds­heimi, segist ætla að setja para­æfingar á oddinn við þjálfun næsta lands­liðs­hóps.

„Við munum leggja á­herslu á „high le­vel“-sagnir. Förum eitt­hvað í vörnina, en það er mikil­vægast að bæta úr sagn­tækninni,“ segir Jón.

Mark­miðið er að sögn Jóns að koma Ís­landi á HM með því að ná góðum árangri á Evrópu­mótum 2024 og 2026 auk þess að ná sigri á Norður­landa­mótum.

„Við höfum alveg mann­skap í þetta. Við erum að glíma við at­vinnu­menn í hinum liðunum en við ætlum að vaða í þá.“

Hugar­farið skiptir öllu máli að sögn Jóns, að menn séu rétt inn­stilltir.

„Ég reikna með að flestir þeirra sem ég muni velja í liðið búi yfir góðum aga. Bakkus verður bannaður og menn þurfa að sofa á nóttunni og hvíla sig,“ segir Jón.

„Árangur er eitt af því sem laðar að nýtt ungt fólk,“ segir Jón um þýðingu þess að bridds­lands­liðum Ís­lands, jafnt í opnum flokki sem kvenna­flokki, gangi sem best.