Kjörsókn er í Reykjavík mælist enn betri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Klukkan sjö birtust tölur um að um að alls hafi tæplega 47 þúsund atkvæði hafi skilað sér sem jafngildir 46,8 prósent af kjósendum sem á kjörskrá. Á sama tíma í kosningunum árið 2018 höfðu rúm 45 þúsund manns greitt atkvæði sitt, en sá fjöldi samsvaraði 50,2 prósentum af kjósendum á kjörskrá. Fjöldi kjósenda á kjörskrá jókst um tíu þúsund í kjölfar breytinga á kosningalögum sem tóku gildi 1. janúar, síðastliðinn.

Á Akureyri hafa 7020 atkvæði verið greidd og nemur þátttakan alls 48,85 prósentum. Kjörstaðir loka klukkan tíu á Akureyri.