„Við erum mjög sátt við þessa Þjóðhátíð á alla lund,“ segir Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV íþróttafélags, sen stendur að Þjóðhátíðinni í Eyjum.

„Veðið lék við okkur og við fengum frábæra gesti. Toppurinn var Brekkusöngurinn þar sem fólkið tók vel undir,“ segir Þór sem játar að frábær aðsókn hjálpi upp á fjárhag ÍBV. Félagið sé sært eftir tvær aflýstar hátíðir. „Þetta er að minnsta kosti plástur á sárin.“