Síðast­liðinn sunnu­dag létu full­trúar frá Hafnar­fjarðar­bæ fjar­lægja verk af gafli Hafnar­borgar sem til­heyrði sýningunni Töfra­fundur – Ára­tug síðar eftir lista­mannat­ví­eykið Libiu Ca­stro og Ólaf Ólafs­son, hand­hafa Ís­lensku mynd­listar­verð­launanna 2021.

Rósa Guð­bjarts­dóttir, bæjar­stjóri Hafnar­fjarðar, full­yrðir að ekki hafi verið sótt um til­skilin leyfi fyrir upp­setningu verksins á gafli Hafnar­borgar en það hafði áður hangið inni í sýningar­rými safnsins.

Fjar­læging verksins hefur verið harð­lega gagn­rýnd af lista­mönnunum og ýmsum ein­stak­lingum sem segja að um sé að ræða rit­skoðun á pólitískum boð­skap sýningarinnar, en hún er byggð á nýju stjórnar­skránni sem skrifuð var 2011 og kannar tengslin á milli listar og aktív­isma.

Lista­mannat­ví­eykið Ólafur Ólafs­son og Libia Ca­stro.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Beita skrifræði til ritskoðunar

Ólafur segist upp­lifa það að verið sé að beita skrif­ræði til rit­skoðunar á list hans og Libiu.

„Það sem við upp­lifum er að verið sé að flækja ferli frekar en að ein­falda ferli. Það er verið að tálma frekar en að gera eitt­hvað kleift. Eftir að það er búið að segja okkur í mánuði að á­kveðin leið og á­kveðið sam­þykki þurfi að liggja fyrir, þá skyndi­lega þegar það sam­þykki liggur fyrir, þá er það ekki sam­þykkið sem þarf. Hvað er hægt að kalla það annað en að verið sé að beita skrif­ræðis­flækjum?“ segir Ólafur.

Ólafur segir þau Libia hafa fengið sam­þykki fyrir upp­setningu verksins bæði frá Sigurði Sverri Gunnars­syni, yfir­manni fast­eigna hjá Hafnar­fjarðar­bæ, og Sigurði Haralds­syni, sviðs­stjóra um­hverfis- og fram­kvæmda­sviðs en Rósa Guð­bjarts­dóttir, bæjar­stjóri Hafnar­fjarðar segir svo ekki vera.

„Við erum með á­kveðið ferli sem mál þurfa að fara í gegnum sem varða hús og eignir bæjarins og það var ekki farið eftir því ferli eða voru ekki til­skilin leyfi til staðar,“ segir Rósa.

Hún segir málið fyrst og fremst snúast um að í reglum Hafnar­borgar séu ýmis á­kvæði um um­gengni og á­sýnd hússins sem ekki hafi verið fylgt við upp­setningu verksins á gafli þess. Þá mis­líkaði bæjar­stjórninni það að verkið skildi að hluta til hylja merki Hafnar­borgar, eins og sjá má á myndinni. Ólafur segist hafa rætt við Agnar Ár­manns­son sem sér um kynningar­mál Hafnar­borgar sem hafi tjáð honum að hann hefði engar at­huga­semdir við það að verkið myndi að hluta til hylja merki Hafnar­borgar.

Adda María Jóhannes­dóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, sat hjá við afgreiðslu tillögu bæjarstjóra.

Samþykkt að verkið verði sett upp aftur

Bæjar­ráð Hafnar­fjarðar fundaði í dag um málið og í fundar­gerðinni, sem birt var á vef Hafnar­fjarðar­bæjar, kemur fram að sam­þykkt hafi verið til­laga meiri­hluta bæjar­stjórnarinnar sem lögð var fram af bæjar­stjóra að „sótt verði um til­skilin leyfi til byggingar­full­trúa um að um­ræddu verki verði komið upp frístandandi fyrir utan húsið og verði stað­sett á þann hátt að merki Hafnar­borgar verði sýni­legt.“

Adda María Jóhannes­dóttir, full­trúi minni­hlutar í bæjar­stjórn, lagði fram til­lögu þess efnis að verkið yrði sett upp aftur á gafli hússins og lista­mennirnir beðnir af­sökunar á því að verkið hafi verið fjar­lægt án sam­ráðs við þau en þeirri til­lögu var hafnað. Adda María sat hjá við af­greiðslu til­lögu bæjar­stjóra þar sem henni þótti það „ekki vera hlut­verk pólitíkurinnar að taka á­kvörðun um það hvernig á að hengja upp lista­verk“.

Adda segist ekki vita betur en að lista­mennirnir Ólafur og Libia hafi gert allt til þess að sækja um til­skilin leyfi fyrir upp­setningu verksins.

„Ég veit ekki betur en að þau hafi verið að eltast við að fá öll til­skilin leyfi og það hafi bara gengið mjög treg­lega. Þau voru búin að vera í sam­bandi við þá sem þeim var bent á að tala við og mér finnst eigin­lega að ef þau gerðu það eitt­hvað rangt þá er það feill bæjarins að hafa ekki leið­beint þeim rétt. Þannig að mér finnst eigin­lega bara á alla kanta málið snúa upp á okkur en ekki þau,“ segir Adda.

Frá sýningunni sem er opin til 30. maí.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Glundroði í bæjarstjórn

Ólafur Ólafs­son segir sam­skipti þeirra Libiu við bæjar­yfir­völd hafa gengið mjög erfið­lega fyrir sig. Til að mynda hafi þeim í fyrsta sinn verið til­kynnt það á fundi með bæjar­stjóra í gær að slíkar fyrir­spurnir ættu að fara fyrir bæjar­ráð.

„Það eina sem er ljóst núna er að það ríkir ein­hver glund­roði um það hvernig eigi að óska eftir leyfi til að setja upp verk í al­mennings­rými yfir höfuð í Hafnar­firði. Það hefur verið ýjað að því að það gildi ein­hverjar sér­reglur og þá frekar erfiðari reglur um að setja verk á gafl Hafnar­borgar. Sem er alveg sér­stak­lega undar­legt því það hafa verið nokkur lista­verk sett upp á gafl Hafnar­borgar síðan að Hafnar­borg opnaði. Ég veit ekki til þess að neitt af þeim verkum hafi verið lögð fyrir bæjar­ráð,“ segir Ólafur.

Þá segir Ólafur það vera sér­stak­lega undar­legt hvernig verkið var fjar­lægt. Að sögn Ólafs mætti bæjar­starfs­maður sem kallaður var út að til­skipun bæjar­stjóra og sviðs­stjóra þjónustu og þróunar ein­hvern tímann á bilinu 9 til 11 að morgni sunnu­dags og fjar­lægði verkið án þess að hafa um það neitt sam­ráð við hann og Libiu eða starfs­menn Hafnar­borgar.

Hafnar­borg opnar ekki fyrr en klukkan 12 á sunnu­dögum og þegar fyrsti starfs­maður mætti til vinnu var verkið horfið. Ólafur hringdi því til lög­reglu og til­kynnti um þjófnað en um klukku­tími leið þar til verkinu var skilað aftur til hans og Libiu. Í kjöl­farið var það svo hengt aftur upp í sýningar­rýminu. Ólafur segir að auð­veld­lega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta mál með ein­földum fundi.

„Þetta mál væri ekki það sem það er ef við hefðum verið kölluð á fund á mánu­dags­morgni og málið rætt. Sem væru eðli­legir starfs­hættir utan þessa undar­lega sam­fé­lags. Það er kjarni alls málsins. Við höfum reynt okkar besta til að fylgja þeim fyrir­mælum sem okkur eru gefin og svo skyndi­lega er sagt að við höfum gert eitt­hvað rangt þegar við gerðum ekkert annað en að fylgja fyrir­mælum,“ segir Ólafur.

Það eina sem er ljóst núna er að það ríkir ein­hver glund­roði um það hvernig eigi að óska eftir leyfi til að setja upp verk í al­mennings­rými yfir höfuð í Hafnar­firði.

Fyrirsláttur hjá meirihluta bæjarstjórnar

Eins og áður sagði kemur fram í til­lögu meiri­hluta bæjar­stjórnar að farið verði út í að sækja um til­skilin leyfi hjá byggingar­full­trúa til að koma verkinu upp frístandandi fyrir utan húsið og stað­setja það þannig að merki Hafnar­borgar verði sýni­legt. Adda María, full­trúi minni­hlutar í bæjar­stjórn, telur þetta að­eins vera fyrir­slátt sem muni jafn­vel ekki nást fyrir lok sýningarinnar.

„Ég meina sýningin, hún er til 30. maí, ég veit ekki hvað það á eftir að taka langan tíma að fara í gegnum allt kerfið með þetta. Þannig að þetta er bara fyrir­sláttur, mér finnst þetta eigin­lega bara sorg­legt,“ segir Adda.

Í bókun sem hún lagði fram á fundi bæjar­ráðs í morgun, á­samt Jóni Inga Hákonar­syni, segir jafn­framt:

„Það að til­skilin leyfi hafi vantað er ekki á rökum byggt enda hafa engin gögn verið lögð fram því til stað­festingar. Það er sorg­legt, og með öllu ó­á­sættan­legt að bæjar­stjóri blandi sér með þessum hætti í list­tjáningu og hlýtur að teljast al­var­leg að­för að tjáningar­frelsi.“

Hefði haft heilt ár til að ritskoða

Rósa Guð­bjarts­dóttir, bæjar­stjóri Hafnar­fjarðar, vísar því al­farið á bug að um rit­skoðun sé að ræða. Hún segist hafa vitað af sýningunni í rúmt ár og hefði hún eða aðrir starfs­menn bæjar­stjórnar ætlað sér að hafa á­hrif á efni sýningarinnar þá hefðu þau haft heilt ár til að gera slíkt.

„Hefði ég ætlað að vera með ein­hverja rit­skoðun, svo það sé sagt, eða ein­hver hérna þá hefðum við haft heilt ár til þess. Ég er búin að vita það í heilt ár að þessi sýning væri í bí­gerð og hún er búin að vera hérna í einn og hálfan mánuð í Hafnar­borg og allir bara kátir með það og svona er listin. Það er bara allt opið í þeim efnum auð­vitað. Þannig hafi ein­hvern tímann ein­hver ætlað að vera með til­burði til rit­skoðunar þá hefðum við haft heilt ár til þess að hafa ein­hver á­hrif þar á.“

Rósa segir að það þurfi aug­ljós­lega að skerpa á því hvernig eigi að um­gangast húsið.

„Þetta snýst bara um húsið sem er í mið­bæ Hafnar­fjarðar og við þurfum aug­ljós­lega að skerpa á hvernig á að um­gangast þetta hús og hvort það eigi að gera það með sér­stökum hætti svona utan­húss í saman­burði við önnur hús bæjarins. Það sem að ég sé líka fyrir mér er að það þarf að skerpa á verk­ferlunum og að í samningum við lista­menn sem sýna inni í húsinu sé kveðið á um að sé ætlunin að fara út fyrir hið hefð­bundna sýningar­rými þá þurfi það að vera skýrt inni í samningnum. Þetta sýnir okkur að við þurfum að skerpa þetta og gera það skýrara hvernig eigi að um­gangast svona í fram­tíðinni, segir Rósa að lokum.