Ævin­týra­maðurinn Jón Eggert Guð­munds­son er búinn að leggja um 300 kíló­metra að baki á ferða­lagi sínu á reið­hjóli þvert yfir Banda­ríkin. Frétta­blaðið ræddi við Jón þann 22. ágúst síðast­liðinn en þá var hann að búa sig undir þessa miklu þrek­raun.

Leiðin sem Jón Eggert fer kallast Trans American Rail og liggur þvert yfir Banda­ríkin, frá Norður-Karó­línu til Port­land í Oregon. Hann á­ætlar að verða kominn til Den­ver í Col­or­ado í nóvember­mánuði og klára svo ferðina á næsta ári með því að hjóla frá Den­ver til Port­land í Oregon.

Jón lagði af stað frá Norður-Karó­línu þann 31. ágúst síðast­liðinn og hefur hann því verið hálfan mánuð á ferðinni. Ýmis­legt hefur gengið á hjá Jóni eins og hann lýsti í stuttu sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag.

„Ég er núna að nálgast Tennes­see og hingað til hefur þetta gengið bara þokka­lega. Ég lenti í töfum vegna mikilla hita og síðan komu leifar af felli­byl sem urðu til þess að ár sem ég þurfti að fara yfir flæddu yfir bakka sína og urðu ó­færar,“ segir Jón Eggert en hitinn á þessum slóðum hefur á köflum farið yfir 40 stig.

Leiðin sem Jón Eggert fer á reið­hjóli hefur verið vin­sæl með mótor­hjóla­manna en síður meðal reið­hjóla­manna. „Hún er það tækni­­­lega erfið fyrir reið­hjól að fáir reið­hjóla­­menn hafa farið þessa leið. Enginn hefur til dæmis farið hana ein­­samall og ég verð þá sá eini ef þetta tekst,“ sagði Jón Eggert við Frétta­blaðið í ágúst­mánuði.

„Annars hafa malar­vegirnir gengið vel hingað til. Ég mun fara í gegnum mjög tækni­lega erfiðan kafla seinna í vikunni þar sem ég mun hjóla yfir fjall­garð The Great Smoky Mountains,“ sagði Jón Eggert.

Leiðin er 8.000 kíló­metrar í það heila en til Den­ver eru um fjögur þúsund kíló­metrar. Jón Eggert á því dá­góðan spotta eftir í þessum fyrri legg ferðarinnar.