Covid er enn í gangi og við megum ekki gleyma því," segir Guðrún Aspelund sem tekur við sem sóttvarnarlækni af Þórólfi Guðnasyni 1. september næstkomandi. Hún segir að þar sem margir komi saman, sem og margir ókunnugir, þurfi fólk að passa sig."

Útihátíð fara nú fram um allt land í fyrsta eftir að Covid faraldurinn gerði vart við sig snemma árs 2020.

Guðrún verður gestur á Fréttavaktinni á Hringbraut sem hefst í opinni dagskrá klukkan 18:30 í kvöld. Hér má heyra brot úr viðtalinu við Guðrúnu, þar sem er rætt um Covid, apabólu og hugsanlega fjölgun faraldra vegna ferðalag, fólksflutninga, hlýnunar, útrýminga skóga, meiri nánd manna og dýra og fleira.