Með sam­ráði við Heil­brigðis­eftir­litið inn­kallar IMF ehf. í Vatna­görðum mexí­kóska kjúk­linga­súpu, eins lítra, sem merkt er Krónunni. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Á­stæða inn­köllunar er gler­brot sem fannst í súpu. Við­skipta­vinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

Nánari upp­lýsingar:

 • Vöru­merki: Krónan.
  • Vöru­heiti: Mexí­kósk kjúk­linga­súpa.
  • Geymslu­þol: Engin geymslu­þols­merking Best fyrirSíðasti notkunar­dagur Dag­setning: 06.03.2021.
  • Fram­leiðslu­dagur: 06.11.2020.
  • Strika­merki: 5694311800470.
  • Nettó­magn: 1 lítri.
  • Geymslu­skil­yrði: Á ekki við:☐ Kæli­vara; Frysti­vara
  • Fram­leiðandi: IMF ehf., Vatna­görðum 6, 104 Reykja­vík.
  • Fram­leiðslu­land: Ís­land.
  • Dreifing er hjá verslunum Krónunnar.