Lög­reglan í Ventura-sýslu stað­festi í kvöld að líkið sem fannst í Piru-stöðu­vatninu í dag væri af leik­konunni Naya Rivera.

Leit af Rivera hefur staðið yfir í sex daga en lög­reglan til­kynnti um lík­fundinn fyrr í dag. Rivera hvarf er hún stakk sér til sunds í vatninu á­samt fjögurra gömlum syni sínum. Rivera ólst upp um 30 km frá vatninu og þekkti því staðar­hætti vel. Rivera setti inn mynd af syni sínum á bátnum 90 mínútum áður en hann fannst einn í bátnum.

Leikarar úr Glee þáttunum og fjöl­skylda Rivera héldu minningar­stund við stöðu­vatnið i dag eftir að lög­reglan til­kynnti um lík­fundinn. Meðal þeirra sem tók þátt í minningar­at­höfninni var leik­kona He­at­her Morris sem er þekkt fyrir hlut­verk sitt sem Brittany S. Pi­erce í Glee þáttunum.

Barns­faðir og fyrrum eigin­maður Rivera, Ryan Dors­ey, var einnig við­staddur á­samt syni þeirra.