Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, segir það gleði­legt að sveigjan­leiki hafi nú aukist með eins metra reglunni í fram­halds- og há­skólum í stað tveggja metra reglunnar sem al­mennt er í gildi í sam­fé­laginu.

Breytingar á sam­komu­tak­mörkunum taka gildi á föstu­dag en þá þurfa nem­endur og starfs­fólk í fram­halds- og há­skólum að tryggja að minnsta kosti eins metra bil sín í milli í skóla­starfi. Hið sama á við um full­orðna í starfi leik- og grunn­skóla, þ.e. kennara og annað starfs­fólk sem þurfa að halda minnst metra fjar­lægð sín í milli í skóla­starfi. Engin fjar­lægðar­mörk eru í gildi fyrir nem­endur á leik- og grunn­skóla­aldri.

„Þetta er fagnaðar­efni fyrir okkur og skóla­sam­fé­lagið. Kennarar og skóla­stjórn­endur fá aukið svig­rúm til að sinna sínum verk­efnum, en af sam­skiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjar­lægðar­mörk myndu skapa krefjandi að­stæður skólum. Kennarar og skóla­stjórn­endur voru reiðu­búnir til að takast á við þá á­skorun, en það er mjög gleði­legt að sveigjan­leiki hefur aukist,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, í til­kynningu sem barst fjöl­miðlum nú síð­degis.

Þrátt fyrir þessar breytingar þurfa skóla­stjórn­endur eftir sem áður að tryggja að há­marks­fjöldi full­orðinna ein­stak­linga í sama rými fari ekki yfir 100 auk þess sem starfs­fólk og nem­endur skólanna þurfa að fylgja al­mennum sótt­varnar­reglum. „Mikil á­hersla er lögð á ein­stak­lings­bundnar smit­varnir og hrein­læti. Sótt­varnar­ráð­stafanir kalla í mörgum til­fellum á tals­verða endur­skipu­lagningu og lokun svæða, sem skólarnir út­færa miðað við að­stæður á hverjum stað,“ segir í til­kynningu frá mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu.

Þá segir að unnið sé að upp­færðum leið­beiningum um fram­kvæmd skóla­starfs á öllum skóla­stigum í góðri sam­vinnu við sótt­varnar­yfir­völd og fram­kvæmda­aðila og verður þeim miðlað á allra næstu dögum.

„Það er keppi­kefli að skóla­starf á öllum stigum geti farið fram með sem hefð­bundnustum hætti þrátt fyrir CO­VID-19 og að því vinnum við í öflugu sam­starfi. Það kallar á sveigjan­leika og þraut­seigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar sam­fé­lagi, við viljum standa vörð um þeirra mikil­væga starf og þrátt fyrir að við upp­lifum flókna tíma nú er mark­miðið ein­falt – að tryggja nem­endum menntun. Við eigum öll okkar hlut­verki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, for­eldrar, að­stand­endur og stjórn­endur,“ segir Lilja.