Um­mæli lafði Colin Camp­bell í morgun­þættinum Good Morning Britain frá því í gær um kyn­ferðis­brot milljarðar­mæringsins Jef­frey Ep­stein, hafa verið harð­lega gagn­rýnd. Camp­bell hélt því fram að brot hans hefðu falist í vændis­kaupum hans en ekki í barna­níði.

Í við­talinu ræddu þau Pi­ers Morgan og Susanna Reid, þátta­stjórn­endur, við við­mælendur sína um Ep­stein málið, í kjöl­far við­talsins við Andrew Breta­prins frá liðinni helgi. Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur fórnar­lamb milljarðar­mæringsins kallað eftir því að prinsinn leysi frá skjóðunni.

„Þið virðist öll hafa gleymt því að brotin sem Jef­frey Ep­stein var á­kærður og fangelsaður fyrir felast í því að kaupa vændi af ung­mennum. Það er ekki það sama og barnagirnd,“ sagði Camp­bell og virtist þátta­stjórn­endum brugðið.

„Ef þú kaupir vændi af fjór­tán ára gömlum ein­stak­ling þá ertu barna­níðingur,“ sagði Morgan þá. Camp­bell var ekki til­búin til að fallast á það en Morgan var þá nóg boðið.

„Hann keypti kyn­líf af stúlku sem var undir lög­aldri. Það er það sem hann var dæmdur fyrir. Fyrir­gefðu, fyrir­gefðu, með fullri virðingu þá er þetta kjaft­æði.“

Camp­bell hélt því þá fram að munur væri á ung­menni og barni. „Er það? Fjórtan? Jæja ég er ekki að verja Jef­frey Ep­stein. Mig grunar að það sé munur á ung­menni og barni.“ Ummælin hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og margir fordæmt þau eins og sjá má hér að neðan.