Glæpa­sam­tök og ein­staklingar sem segjast hafa að­gang að bólu­efnum gegn Co­vid-19 hafa sett sig í sam­band við yfir­völd í fjöl­mörgum löndum og boðið þau til sölu sam­kvæmt frétt Wall Street Journal. Bólu­efna­fram­leið­endur segjast hins vegar einungis selja bólu­efni beint til yfir­valda og slíkt fari aldrei í gegnum milli­liði.

Skömmu eftir að dreifing bólu­efna hófst tóku að stinga upp kollinum aðilar sem sögðust eiga birgðir af bólu­efnum til sölu. Ein­hverjir þeirra settu sig í sam­band við stjórn­völd í fjölda ríkja og buðu þeim slíkt.

Al­þjóða­lög­reglan Inter­pol hyggst gefa út við­vörun um svika­hrappanna í þeirri von að afla upp­lýsinga sem gagnast geta við rann­sóknir sem nú standa yfir. Pfizer hefur fengið 86 til­kynningar um ó­prúttna aðila sem boðið hafa 45 ríkjum skammta af bólu­efni þess að sögn Lev Kubi­ak, yfir­manns öryggis­mála hjá Pfizer. Fyrir­tækið deilir þessum upp­lýsingum með lög­reglu­yfir­völdum og stjórn­völdum, auk annarra bólu­efna­fram­leið­enda.

„Við höfum á­hyggjur af því að á ein­hverjum tíma­punkti láti yfir­völd blekkjast. Þau lönd sem eru í hvað erfiðastri stöðu eru í mestri hættu,“ segir Kubi­ak.

Tals­maður John­son&John­son vísaði í sam­tali við Wall Street Journal til til­kynningar sem birt var á vef­síðu fyrir­tækisins í apríl þar sem sagði að fyrir­tækið vissi um til­felli þar sem bólu­efni þess væri boðin til sölu. Engin einka­fyrir­tæki hefðu heimild til að selja bólu­efnin eða dreifa þeim fyrir hönd fyrir­tækisins.

Tals­kona AstraZene­ca sagði bólu­efni fyrir­tækisins ekki til sölu á hinum frjálsum markaði þar sem sagði að fyrir­tækið væri með­vitað um slík mál og ef ein­hver biði bólu­efni til sölu væru þau að öllum líkindum fölsuð og til­kynna ætti slíkt til yfir­valda.

AstraZene­ca segir að bólu­efni sem boðin séu til sölu séu að öllum líkindum fölsuð.
Fréttablaðið/Getty

Heima­varna­ráðu­neyti Banda­ríkjanna hefur borið kennsl á milli 50 og 75 svika­hrappa, fyrir­tæki og milli­liði sem reynt hafa að selja meint bólu­efni. Í ein­hverjum til­fellum voru samninga­við­ræður langt á veg komnar þegar í ljós kom að um svik væri að ræða. Ekki er vitað til þess að í neinu til­felli hafi verið samið við slíka aðila en svo virðist sem þeir reyni helst að blekkja yfir­völd í þróunar­ríkjum þar sem mikill skortur er á bólu­efnum.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum Wall Street Journal hefur yfir­völdum í Kólumbíu, Brasilíu, Ástralíu, Spáni, Ísrael, Frakk­landi, Tékk­landi, Austur­ríki, Argentínu, Lett­landi, Hollandi og Kanada verið boðin bólu­efni af ó­prúttnum aðilum. Evrópu­sam­bands­ríki geta ekki keypt bólu­efni beint frá fram­leið­endum heldur fer slíkt allt í gegnum sam­bandið. Í nokkrum þessara landa stendur nú rann­sókn yfir á þessum svika­til­raunum.

Bólu­­sett gegn Co­vid-19 í Laugar­­dals­­höll. Bólu­efnin eru eins og gefur að skilja eftir­­­sótt og hafa glæpa­­menn reynt að nýta sér það.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson