„Lög­reglu­menn á Suður­landi hand­tóku nú rétt í þessu þrjá ein­stak­linga á bíl sem þeir eru taldir hafa stolið á Rang­ár­völlum. Þeim var veitt eftir­för eftir Suður­lands­vegi að Sel­fossi en kusu að sinna í engu stöðvunar­merkjum lög­reglu og óku á stundum með um og yfir 140 km/klst hraða.“

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­landi. Til að stöðva glæfra­akstur öku­níðingana greip lög­regla til þess ör­þrifa­ráðs að koma fyrir nagla­mottu á veginum rétt fyrir utan Sel­foss. Í kjöl­farið voru mennirnir hand­teknir og fluttir á lög­reglu­stöð.

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast en í til­kynningu lög­reglu segir að öku­níðingarnir, veg­far­endur og þeir sem komu að að­gerðum séu ó­meiddir en um var að ræða lög­reglu­þjóna, starfs­menn slökkvi­liðs og sjúkra­flutninga­menn.