Sam­band ís­lenskra fram­halds­skólanema (SÍF) opnaði í dag nýja vef­síðu sem ber heitið Stuðnings­bankinn og er hugsuð til að hjálpa fólki með náms­þarfir að vita hvernig úr­ræðum, að­gengi og þjónustu er háttað í öllum fram­halds­skólum á landinu.

Sig­valdi Sigurðar­son, verk­efna­stjóri SÍF, telur að Stuðnings­bankinn muni gjör­bylta að­gengi og þjónustu fyrir fram­halds­skóla­nema og segir hann þá veg­ferð vera þegar hafna.

„Á síðunni eru skólunum gefin ein­kunn í mis­munandi flokkum sem tengjast þjónustu og að­gengi við nem­endur með sér­þarfir. Skólarnir eru margir hverjir farnir að bregðast við til að reyna bæta þá ein­kunn, þannig er þetta ekki einungis upp­lýsinga­veita heldur einnig þrýsti­afl á skólana að bæta sig á þessum sviðum því. Ég myndi vilja sjá minn fram­halds­skóla á toppnum á þessum lista.“

Sig­valdi Sigurðar­son, verk­efna­stjóri Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skóla­nema.
Mynd/Aðsend

Nýtist nem­endum, for­eldrum og kennurum

Inn­ritun í fram­halds­skóla landsins eru nú í fullum gangi og hvetur SÍF þá nem­endur sem eru að á­kveða hvaða skóla þau vilji sækja um í til að skoða hvernig þeim gengur að sinna fötluðum nem­endum og nem­endum með sér­tæka námsörðug­leika.

„Það er svo ó­trú­lega mikil­vægt að upp­lýsingar um þjónustu og að­gengi sé uppi á borðunum og fólk viti af hverju það gengur. Það er ekki nóg að ætla að bregðast við einungis þegar eða ef ein­hver nemandi með fötlun skráir sig í skólann,“ segir Sig­valdi.

Að hans sögn er nýtist vef­síðan bæði nem­endum, for­eldrum og starfs­mönnum fram­halds­skóla.

„Verk­efnið er ein­stakt því það er unnið af nem­endum fyrir nem­endur. Öll vef­síðan er upp­sett eftir ítar­lega þar­fa­greiningu nem­enda, tugi rýni­hópa­við­tala, funda á­samt not­enda­prófunum.“

Þá segir hann mikla á­herslu hafa verið lagða á að vef­svæðið yrði að­gengi­legt og leitaði SÍF til Þroska­hjálpar til að setja allan texta yfir á auð­lesið mál. Á síðunni er vef­þula sem getur lesið texta með ís­lenskri röddu auk þess sem boðið er upp á les­blindu­letur.