Breska ríkisstjórnin ætlar að afnema afnotagjöld fyrir breska ríkisútvarpið BBC árið 2027. Þá verða fjárframlög til stofnunarinnar fryst næstu tvo árin, samkvæmt tilkynningu frá ríkisstjórninni en The Guardiangreinir frá.
Menningarmálráðherra Bretlands, Nadine Dorries, segir að árlega afnotagjaldið sem Bretar greiða fyrir BBC muni haldast óbreytt til ársins 2024 en síðan mun það hækka örlítið næstu þrjú árin. Bretar greiða nú 27 þúsund krónur á ári í afnotagjald fyrir ríkisútvarpið.
Mun þetta ekki vera í fyrsta skitpi sem ríkisstjórn í Bretlandi endurskoðan starfsemi BBC en John Whittingdale, fyrrverandi menningarmálaráðherra Bretlands, boðaði breytingar árið 2015. Breska ríkisútvarpið er fjármagnað af afnotagjöldum að mestu en gjöldin skiluðu um 3,2 milljörðum punda til BBC í fyrra sem samsvarar ríflega 564 milljörðum íslenskra króna.

Dorries segir í yfirlýsingu að núverandi breytingar marka endalok afnotunargjaldsins sem vekur ugg hjá einhverjum um framtíð BBC.
„Þessi tilkynning um breytingar á afnotunargjöldunum verður sú síðasta. Dagarnir þar sem eldri borgurum er hótað fangelsi og réttarþjónar koma bankandi á hurðina hjá fólki eru taldir. Nú er komið að því að ræða nýjar leiðir til að fjármagna, styrkja og selja frábært breskt sjónvarpsefni,“ segir Dorries.
Stjórnendur BBC eiga eftir að funda með ríkisstjórnina um framtíðar fjármögnunarfyrirkomulag sem myndi þá taka gildi 2027. Fjölmiðlar í Bretlandi eru nú þegar byrjaðir að velta upp hvort hluti af sjónvarpsframleiðslunni verður einkarekinn eða hvort það verður boðið upp á áskriftargjald.

„Dagar ríkisrekins sjónvarps eru taldir“
The Mail on Sunday hefur eftir starfsmanni Dorries að það ráðuneytið búist við mikillri umræðu um hvort breytingin muni skerða vinsælt sjónvarpsefni BBC. Starfsmaðurinn sem kemur ekki fram undir nafni segir hins vegar að breska ríkisútvarpið getur alveg lært að draga úr óþarfa útgjöldum líkt og önnur fyrirtæki.
Strax í næstu viku hefst vinna við að breyta fjármögnum stofnunnarinnar
„Dagar ríkisrekins sjónvarps eru taldir,“ er haft eftir starfsmanninum sem kemur ekki fram undir nafni en nefnir Netflix og Youtube sem dæmi í því samhengi.
Þrátt fyrir nærri 565 milljarða íslenskra króna í afnotagjöld hefur kostnaður BBC við sjónvarpsgerð hækkað gríðarlega vegna verðbólgu og aukinnar samkeppni m.a. frá Netflix.
Samkvæmt Guardian þarf BBC að fara í mörg hundruð milljóna punda niðurskurð á þessu ári til að ná að skila taplausum rekstri.
Breska þjóðin er sögð þurfa undirbúa sig undir kostnaðarsamt leikið efni og íþróttaumfjöllun verði það fyrsta sem lendir á skurðborðinu. Þá er talið líklegt að ríkisútvarpið þurfi einnig að loka einhverjum af stöðvum sínum.