Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir ekki ó­eðli­legt að Banka­sýsla ríkisins hafi fengið gjafir í tengslum við störf sín við sölu á hlutum í Ís­lands­banka. Þær þurfi hins vegar að vera innan hóf­legra marka og í ein­hverjum eðli­legum tengslum við störfin.

„Eins og til dæmis ef um er að ræða há­degis­verð eða eitt­hvað slíkt þá finnst mér það ekki vera þannig að eðli eða um­fangi eigi að varpa mikilli rýrð á störf Banka­sýslunnar,“ sagði Bjarni í svari sínu í ó­undir­búnum fyrir­spurnum á Al­þingi fyrr í dag.

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata, spurði Bjarna um málið og vísaði til minnis­blaði sem starfs­menn Banka­sýslunnar skiluðu til fjár­laga­nefndar fyrir skömmu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Í minnis­blaðinu kemur fram að starfs­menn Banka­sýslunnar hafi þegið dýra kvöld­verði, vín­flöskur, konfekt­kassa og for­láta kok­teil­gerðar­sett á­samt því að hafa þegið ó­til­greindan fjölda há­degis­verða fyrir ó­til­greint verð. Þessar gjafir, sem sam­tals hlaupa á hundruðum þúsunda króna,“ segir Þór­hildur Sunna.

„Við skulum hafa í huga hér að það við­skipta­sam­band, sem hæst­virtur þing­maður vísar til, milli Banka­sýslunnar annars vegar og sölu­ráð­gjafa hins vegar, snýst í raun og veru um við­skipta­mál. Það hefur ekkert með hina eigin­legu sölu ríkis­eignarinnar að gera sem endar hjá öðrum aðilum, það er kaup­endum eignarinnar,“ sagði Bjarni.

„Stutta svarið mitt við því hvort það sé heppi­legt eða æski­legt að um sé að ræða gjafir eða þóknanir af ein­hverju tagi, hvort sem er í formi há­degis­verðar eða með öðrum hætti, er að það beri að fara mjög var­lega í öllu slíku,“ bætti hann við.

Þór­hildur Sunna svaraði Bjarna og benti á að Banka­sýsla ríkisins væri opin­ber stofnun, en ekki fjár­mála­fyrir­tæki. „Starfs­mönnum hennar ber að fylgja siða­reglum starfs­manna ríkisins og þar segir til dæmis að þeir eigi að forðast hags­muna­á­rekstra.“

Ekki tiltökumál þegar einhver sendir öðrum rauðvínsflösku

„Í siða­reglum Ríkis­kaupa sem sér um mikið magn af opin­berum inn­kaupum segir að starfs­fólk stofnunarinnar hvorki semja um né taki á móti gjöfum, greiðum eða annarri fyrir­greiðslu fyrir sig, fjöl­skyldu sína eða aðra sem tengjast þeim,“ sagði Þór­hildur Sunna.

„Það er aug­ljóst að í svona málum eru ein­faldar reglur bestar,“ segir Bjarni. „Mér finnst reglan sem vísað er til hjá Ríkis­kaupum vera prýði­leg og hún hentar á­gæt­lega.“

„Ég ætla að segja það sem mína skoðun að ég held að í því sam­fé­lagi sem við búum í og þeirri menningu sem hefur skapast í því sam­fé­lagi, þá þykir það nú ekki vera stórt til­töku­mál þegar ein­hver sendir öðrum rauð­víns­flösku, sem getur verið á verð­bilinu öðru hvoru megin við fimm þúsund krónur. Ég held að það sé ó­lík­legt að valda ein­hverjum úr­slita­á­hrifum á það hvort mönnum verði treyst til að taka að sér mikil­vægt hlut­verk eins og rætt er hér,“ sagði Bjarni.