Verk­smiðjur í Víet­nam hafa mörg brugðið á það ráð að láta starfs­fólk sitt gista á vinnu­staðnum til að koma í veg fyrir truflun á starfi vegna kórónu­veiru­smita. Þetta kemur fram í frétt hjá Bloom­berg.

Í Víet­nam er að finna verk­smiðjur fyrir Sam­sung og App­le, meðal annars. Sam­kvæmt yfir­völdum héraðanna Bac Ninh og Bac Giang, þar sem þessar verk­smiðjur er að finna, eru um 150 þúsund manns að gista í starfs­stöðvum.

Í Ho Chi Minh hafa 22 fyrir­tæki, með samtals 25 þúsund manna starfs­kraft, búið til gisti­pláss fyrir starfs­fólk sitt í verk­smiðjum. Sums staðar hafa verið settar upp tjald­búðir í stórum sölum.

Við­brögðin í Víet­nam eru þvert á það sem við höfum séð í flestum vest­rænum löndum þar sem að starfs­fólk hefur í miklum mæli unnið heima. Í löndum þar sem fram­leiðsla er jafn mikil­væg og í Víet­nam þá dugar það skammt.

Þá hafa yfir­völd í Víet­nam að sama skapi gefið verk­smiðju­starfs­fólki á­kveðinn for­gang að bólu­setningum, en sem stendur hafa 400 þúsund sprautur farið til starfs­fólks hjá Sam­sung og annarra al­þjóð­legra stór­fyrir­tækja. Búið er að bólu­setja fjögur prósent af þeim 98 milljónum sem búa í landinu.