Það skortir ekki sögurnar í samtali þeirra Gísla Einarssonar, sjónvarpsmanns og sagnameistara og Sigmundar Ernis í nýjasta Mannamáli á Hringbraut, en þátturinn sem frumsýndur var í gær vakti mikla athygli fyrir glettnisfullar lýsingar Gísla á sama tíma og hann tekst á við nýja áskorun í lífinu, afar sjaldgæfan taugasjúkdóm sem dregur úr honum mátt svo hann missir á stundum fótanna.
Ein kostulegasta lýsingin í þættinum er þegar Gísli tæpir á því þegar hann gengur full til greiðlega inn í fjöldasamkvæmi hjá fínni opinberri stofnun sem hafði ráðið kappann sem veislustjóra. En innkoman var ekki glæsilegri en svo að þessi stjarna kvöldsins féll kylliflöt í gólfið framan við allan skara veislugesta.
„Öll fyndnin fór fyrir bí,“ segir Gísli sem reyndi að segja brandara það sem eftir lifði kvölds, en áhorfendur heyrðu þá varla eða ekki, enda biðu þeir allan tímann eftir því að veislustjórinn dytti aftur.
Hér kemur sagan góða.