Það skortir ekki sögurnar í sam­tali þeirra Gísla Einars­sonar, sjón­varps­manns og sagna­meistara og Sig­mundar Ernis í nýjasta Manna­máli á Hring­braut, en þátturinn sem frum­sýndur var í gær vakti mikla at­hygli fyrir glettnis­fullar lýsingar Gísla á sama tíma og hann tekst á við nýja á­skorun í lífinu, afar sjald­gæfan tauga­sjúk­dóm sem dregur úr honum mátt svo hann missir á stundum fótanna.

Ein kostu­legasta lýsingin í þættinum er þegar Gísli tæpir á því þegar hann gengur full til greið­lega inn í fjölda­sam­kvæmi hjá fínni opin­berri stofnun sem hafði ráðið kappann sem veislu­stjóra. En inn­koman var ekki glæsi­legri en svo að þessi stjarna kvöldsins féll kylli­flöt í gólfið framan við allan skara veislu­gesta.

„Öll fyndnin fór fyrir bí,“ segir Gísli sem reyndi að segja brandara það sem eftir lifði kvölds, en á­horf­endur heyrðu þá varla eða ekki, enda biðu þeir allan tímann eftir því að veislu­stjórinn dytti aftur.

Hér kemur sagan góða.