Innlent

Gísli Marteinn vill þrengja Hringbraut

Lausnin á Hringbraut felst ekki í undirgöngum eða brúm, að mati borgarfulltrúans fyrrverandi. Hann vill þrengja akreinarnar, bæta lýsingu, planta trjám og lækka hraðann.

Hér varð slysið í vikunni, þar sem ekið var á stúlku á leið til skóla.

Sjónvarpsmaðurinn og borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson vill láta lækka hraðann á Hringbraut, þar sem ekið var á barn á gangbraut fyrr í vikunni. Hann vill líka að akreinarnar verði þrengdar og gangstéttar breikkaðar.

Þetta kemur fram í færslu sem hann birti í Facebook-hópi fyrir íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur. Gísli segir að Hringbrautin sé algjör skaðvaldur í hverfinu. Hún leiði til dæmis til þess að færri börn norðan Hringbrautar stundi tómstundir en þau sem búi sunnanmegin. „Ástæðan er fyrst og fremst Hringbrautin.“ 

Þá sé hún bæði uppruni hávaða- og loftmengunar. Minni hraði myndi draga verulega úr hvoru tveggja. Hann bendir á að nýjar rannsóknir bendi tilfólk sem búi nærri hraðbrautum og andi að sér svifryki sé líklegra til að fá öndunarfærasjúkdóma, alzheimer og krabbamein. „Það er með öðrum orðum veruleg heilsufarslega áhætta að halda götu sem þessari hraðbraut.“

„Það er bara ein lausn á þessu máli og hún er að lækka hraðann í götunni. Og það dugar ekki að skipta bara um skilti. Það þarf að þrengja götuna því bílar aka hægar í þröngum götum,“ segir hann. Hann tekur fram að akreinarnar megi alveg áfram vera 2+2, þær þurfi hins vegar að vera þrengri. „Það á að breikka gangstéttar, bæta lýsingu, setja borgartré meðfram götunum, hafa hraðamyndavélar og auðvitað myndavélar sem ná þeim sem fara yfir á rauðu ljósi.“

Hann varir við þeim sem vilji að gangandi vegfarendur verði látnir ganga yfir brú eða undir göng. „Slík mannvirki eru fyrst og fremst studd af þeim sem ekki vijla hægja á umferðinni. Sem gerir það að verkum að allir þeir sem  ætla yfir götuna einhvers staðar annars staðar en á þessum eina stað sem undirgöngin væru, væru í ennþá meiri lífshættu en núna.“

Gísli Marteinn undrast að enginn hafi rætt við samgönguráðherra og að þingmenn úr hverfinu hafi ekki tjáð sig um máið. Hann er þó ánægður með foreldra í hverfinu og þá sem hafa talað opinberlega um málið. „En ef við stöndum saman um nauðsynlegar úrbætur getum við fengið miklu áorkað.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Innlent

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Innlent

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Auglýsing

Nýjast

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Segir Pelosi að fara varlega

Elsti maður heims látinn 113 ára

Blönduðu kanna­bis­olíu við veip­vökva

Auglýsing