Hildur Torfa­dóttir, barns­móðir Gísla Finns­sonar sem hefur dvalið á sjúkra­húsi á Tor­revi­eja á Spáni, segir að þau séu í þann mund búin að safna fyrir sjúkraflugi Gísla til Íslands, en þau fengu sjúkraflug á hagstæðaraverði.

Fjallað var nánar um mál Gísla og söfnunina í Fréttablaðinu í gær. Gísli, sem er 35 ára þriggja barna faðir, fannst með­vitundar­laus utan dyra þann 21. ágúst síðast­liðinn eftir að hafa farið út með fé­lögum sínum að skemmta sér í Tor­revi­eja.

Það er norskt sjúkraflug sem var á hagstæðara verði, og mun fara á laugardag frá Spáni. Það mun kosta sex milljónir, en þau eru um það bil búin að safna fyrir því. Flugið sem þau höfðu stefnt á hefði kostað átta milljónir.

„Við erum þakklát öllum þeim sem hafa hjálpað,“ segir Hildur. Hún tekur fram að söfnunin hafi bent á hversu mikið af góðhjörtuðu fólki sé til staðar.

Hildur segir að þau ætli þrátt fyrir að þau séu komin með það sem þau þurfi ætliþau ekki að loka söfnunarsíðunni, ef eitthvað skildi koma uppá, eða ef dæmið stæðist ekki.

Þá segir hún að ef það verði einhver umframkostnaður, þá muni hann renna til Sigurðar Kirstinssonar sem er einnig fastur á Torevieja og leitast eftir sjúkraflugi eftir að hafa fengið heilablæðingu. Fjallað var um mál Sigurðar í Kastljósi í gær.