Gísl­i Hauks­son, ann­ar stofn­end­a GAMMA Cap­i­tal Man­a­gem­ent, hef­ur ver­ið kærð­ur til lög­regl­u fyr­ir lífs­hætt­u­leg­a at­lög­u að konu. Þett­a herm­a heim­ild­ir Frétt­a­blaðs­ins. Ekki náð­ist í Gísl­a við vinnsl­u frétt­ar­inn­ar.

Kær­and­inn er fyrr­ver­and­i sam­býl­is­kon­a Gísl­a en hinn kærð­i at­burð­ur er sagð­ur hafa átt sér stað í vor á sam­eig­in­leg­u heim­il­i þeirr­a.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðs­ins er Gísl­a gef­ið að sök að hafa beitt kon­un­a of­beld­i, tek­ið hana kyrk­ing­ar­tak­i og þrengt hætt­u­leg­a fast og leng­i að háls­i henn­ar.

Rann­sókn máls­ins er á frum­stig­i, en í mál­um af þess­um toga er alla jafn­a afl­að vott­orð­a og ann­arr­a lækn­is­fræð­i­legr­a sönn­un­ar­gagn­a, auk skýrsln­a sem taka þarf af kær­and­a, kærð­a og öðr­um vitn­um eft­ir at­vik­um.

Frétt­a­blað­ið hef­ur ekki feng­ið stað­fest hvort tek­in hafi ver­ið skýrsl­a af Gísl­a vegn­a rann­sókn­ar­inn­ar, en nokkr­ar vik­ur eru liðn­ar frá því mál­ið var kært til lög­regl­u.

Gísl­i lét af störf­um hjá GAMMA árið 2018. Hann átti þó rúm­leg­a 30 prós­ent­a hlut í fé­lag­in­u þeg­ar það var selt til Kvik­u bank­a fyr­ir 2,4 millj­arð­a sum­ar­ið 2018. Hann mun hafa feng­ið hundr­uð millj­ón­a krón­a fyr­ir hlut sinn í fé­lag­in­u.

Gísl­i var for­mað­ur fjár­mál­a­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem ann­ast fjár­öfl­un flokks­ins, en hætti fyrr í þessum mánuði.

Uppfært klukkan 11, 22. desember:

Gísli Hauksson hætti sem formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins fyrr þessum mánuði og tók Jens Garðar Helgason við. Gísli situr því ekki lengur í framkvæmdastjórn flokksins. Fréttin var leiðrétt þegar upplýsingar um þetta bárust Fréttablaðinu frá Sjálfstæðisflokknum.