At­hafna­maðurinn Gísli Hauks­son hefur játað brot gegn fyrr­verandi sam­býlis­konu sinni á heimili þeirra fyrir tveimur árum.

Gísli er á­kærður fyrir brot í nánu sam­bandi með því að hafa á til­teknum degi í maí árið 2020 í­trekað tekið konuna kverka­taki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andar­drátt og féll í gólfið. Í kjöl­farið hafi hann, þegar brota­þoli hafi hörfað inn í her­bergi, farið á eftir henni og í­trekað gripið um hand­leggi hennar og fleygt henni á rúm, allt með þeim af­leiðingum að hún hlaut tognun og of­reynslu á háls­hrygg og brjóst­hrygg auk margra yfir­borðs­á­verka á hálsi, öxl og upp­hand­legg.

Málið var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­víkur í dag þar sem Gísli tók af­stöðu til á­kærunnar gegnum fjar­funda­búnað. Játaði hann brotið sem lýst er í á­kæru.

Í kjöl­far játningarinnar fór fram mál­flutningur um viður­lög við brotinu og bætur til brota­þola en bóta­krafa hennar hljóðar upp á þrjár milljónir króna.

Dóms í málinu er að vænta á næstu vikum.

Gísli er annar stofn­enda Gamma Capi­tal Mana­gement en lét af störfum hjá fé­laginu árið 2018. Hann átti 30 prósenta hlut í fé­laginu þegar það var selt og mun hafa fengið hundruð milljóna króna fyrir hlut sinn í fé­laginu.