Byssu­maðurinn sem tók fjóra ein­stak­linga í gíslingu í bæna­húsi gyðinga í Texas í gær var breskur ríkis­borgari. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Banda­ríska al­ríkis­lög­reglan réðst inn í bæna­húsið í nótt, tíu tímum eftir að maðurinn tók fjóra ein­stak­linga í gíslingu. Sam­kvæmt lög­reglu er gísla­töku­maðurinn látinn en lög­reglan hefur ekki gefið upp hvernig dauða hans bar að.

Skömmu áður en sér­sveit lög­reglu­manna réðst inn í húsið heyrðist há­vær hvellur út bæna­húsinu og eitt­hvað sem líktist skot­hríð.

Allir gíslarnir eru lausir og heilir á húfi.

Borgara­þjónustu Bret­lands var til­kynnt um and­lát mannsins sam­kvæmt BBC og hefur hún verið í sam­bandi við lög­reglu­yfir­völd i Texas vegna málsins.

Ekkert hefur verið gefið út um hver maðurinn er annað en þjóð­erni hans en hann krafðist frelsunar Aafia Siddiwui, fyrr­verandi tauga­vísinda­manns af pakistönskum ættum sem er tengdur Al-Kaída og situr í fangelsi fyrir að reyna myrða banda­ríska her­menn í Afgan­istan.