Samninga­­menn á vegum banda­rísku Al­­ríkis­lög­­reglunnar hafa náð sam­bandi við mann sem tekið hefur gísla í bæna­húsi gyðinga í bænum Colleyvil­­le í Texas­­ríki. Ekki er vitað með vissu hve margir gíslarnir eru en að sögn heimildar­manna CNN innan lög­reglunnar í bænum eru þeir í það minnsta fjórir.

Lög­reglan í Colleyvil­­le greindi frá því í Twitter að sér­­­sveitar­­­menn hefðu verið sendir að heimilis­­­fanginu 6100 Plea­sant Run Road en þar er bæna­hús Beth Is­rael-safnaðarins stað­­­sett. Þar sagði að unnið væri að rýmingu á svæðinu og var al­­­menningur beðinn um að halda sig fjarri. Colleyvil­le er um 30 kíló­metrum frá mið­borg borgarinnar Fort Worth.

Yfir­­lög­­reglu­­þjónninn Dara Nel­­son greindi frá því við fjöl­­miðla fyrir stundu að Al­­ríkis­lög­reglan og al­manna­varnir Texas væru komnar á staðinn lög­­reglunni í Colleyvil­­le til að­­stoðar. Honum var ekki kunnugt um að neinn hefði særst enn sem komið var.

„Samninga­­menn Al­­ríkis­lög­­reglunnar eru þeir sem eru í sam­bandi við ein­stak­linginn í byggingunni. Al­­menningi stafar engin hætta af eins og staðan er núna.“

Á vef Fort Worth Star-Telegram segir að í um­­­mælum við streymi frá sam­komu í bæna­húsinu á Face­­book hafi áhorfendur sagt að þar væri maður að halda fólki í gíslingu. Alls voru um átta þúsund manns að horfa á streymið af at­höfninni sem var til minningar um rabbína sem þjónaði við bæna­húsið.

Á­horf­endur sögðu í um­­­mælum að þeir hefðu heyrt í gísla­töku­manninum tala, meðal annars um systur sína og Íslams­­trú. Hann mun einnig hafa sagt að hann vildi ekki að neinn særðist og hann ætti börn. Þó hafi hann endur­­­tekið að hann tryði því að hann myndi láta lífið. Á einum tíma­­punkti hafi heyrst í öðrum ein­stak­lingi ræða við lög­­reglu í gegnum síma.

Sam­­kvæmt heimildar­manni CNN innan Hvíta hússins er þar náið fylgst með fram­vindu mála.

Fjöl­mennt lög­reglu­lið er við bæna­húsið.
Mynd/Twitter

Sam­­kvæmt heimildar­manni ABC News er gísla­töku­­maðurinn bróðir hinnar pakistönsku Aafia Siddiqui en hún af­­plánar nú 86 ára fangelsis­­dóm á Carswell flug­her­­stöðinni í ná­grenni Fort Worth fyrir að reyna að myrða banda­rískan her­mann árið 2010. Auk þess er hún sökuð um að tengjast hryðju­­verka­­sam­tökunum al-Qa­ida. Ætt­erni mannsins hefur ekki verið stað­­fest opin­ber­­lega en heimildar­­maðurinn segir gísla­töku­manninn krefjast þess að Siddiqui verði sleppt.

Fréttin hefur upp­færð.

Frá kröfu­göngu í Pakistan árið 2017 þar sem þess var krafist að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi.
Fréttablaðið/Getty