Bandarísk stjórnmál

Gins­burg á spítala með þrjú brotin rif­bein

​Ruth Bader Ginsburg, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, var lögð inn á spítala í gærkvöldi eftir að hún féll á skrifstofu sinni við Hæstarétt í Washington D.C. Við fallið braut hún þrjú rifbein.

Ruth Bader Ginsburg. Fréttablaðið/Getty

Ruth Bader Ginsburg, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, var lögð inn á spítala í gærkvöldi eftir að hún féll á skrifstofu sinni við Hæstarétt í Washington D.C. Við fallið braut hún þrjú rifbein að því er BBC greinir frá.

Ginsburg er 85 ára gömul og hlaut skipun við réttinn fyrir 25 árum af þáverandi forseta, Bill Clinton. Hún er elsti dómarinn við réttinn og er í hópi þeirra frjálslyndu sem þar starfa. Hún hefur áður brotið tvö rifbein þegar hún féll á heimili sínu en sneri fljótt aftur til starfa eftir það. Þá gekkst hún undir aðgerð einu sinni þar sem krabbamein var fjarlægt úr henni. Sneri hún aftur til starfa fljótlega eftir það.

Það er þó óhætt að segja að frjálslyndir Bandaríkjamenn bíði með öndina í hálsinum eftir að Ginsburg snúi aftur til starfa og vonast þeir eftir því að hún láti ekki af störfum við réttinn á meðan Donald Trump er forseti. Þá fengi hann að tilnefna arftaka hennar en hann hefur nú þegar valið tvo íhaldssama dómara við réttinn á tæpum tveimur árum í forsetatíð hans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandarísk stjórnmál

Gefa lítið fyrir hug­myndir for­setans um stál­vegg

Bandarísk stjórnmál

Segist ætla að á­kveða sig fljót­lega

Bandarísk stjórnmál

Full­trúa­deild sam­þykkti fjár­lög á nýju þingi

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing