Sjálf­stætt starfandi gigtar­læknir í Lækna­mið­stöð Austur­bæjar hefur boðið Fazal Omar ó­keypis læknis­tíma í dag.

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að Fazal, sem er ís­lenskur ríkis­borgari, hafi verið synjað um læknis­tíma á heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins vegna þess að hann er ekki kominn inn í sjúkra­trygginga­kerfið.

Fazal þjáist af verkjum í hnjám og fótleggjum sem gera honum erfitt með gang og reyndi hann að panta sér læknistíma hjá heilsugæslunni vegna þessa.

Hann flúði Afgan­istan á­samt konu sinni og fjórum börnum, sem einnig eru ís­lenskir ríkis­borgarar, í kjöl­far valda­töku Tali­bana og komu þau til Ís­lands fyrir mánuði.

Gigtar­læknirinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segist hvorki vera að sækjast eftir at­hygli né aug­lýsingu heldur vor­kenni hann ein­fald­lega manninum og þyki sjálf­sagt að bjóða fram að­stoð sína.

Fazal var að vonum á­nægður með fréttirnar þegar blaða­maður hringdi í hann og kvaðst ætla að nýta sér tímann.