Sól­borg Guð­brands­dóttir af­henti Lilju Al­freðs­dóttur, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, skýrslu í gær um úr­bætur í kyn­fræðslu í grunn- og fram­halds­skólum. Sól­borg, sem hefur vakið mikla at­hygli fyrir bar­áttu sína í jafn­réttis­málum undan­farin ár, leiddi starfs­hóp sem mennta­mála­ráð­herra skipaði í desember síðast­liðnum til að vinna að úr­bótum í þessum mála­flokki. Frétta­blaðið sló á þráðinn hjá Sól­borgu og spurði hana út í þennan á­fanga.

Hvað er helst á­bóta­vant varðandi kyn­fræðslu í skóla­kerfinu núna?

„Það er nú fyrst og fremst það að hún er ekki mark­visst kennd alls staðar, fyrir öll börn. Það er ó­skýrt í nám­skrám hver sé á­byrgðar­aðili kyn­fræðslu, hve­nær hún eigi að vera kennd, hversu oft og hvað eigi að kenna. Það er nauð­syn­legt að skýra það betur. Svona mikil­væg kennsla má ekki bara vera ein­hvern veginn og ein­hvern veginn. Það þarf að tryggja það að börnum sé ekki mis­munað út frá til dæmis bú­setu, fötlun, aldri eða öðru. Við þurfum að vernda þau öll og tryggja þessa kennslu,“ segir Sól­borg.

Hvað leggið þið til í þessari nýju skýrslu?

„Við leggjum það meðal annars til að kyn­fræðslan verði gerð að skyldu­fagi fyrir öll börn á Ís­landi og að hún hefjist í upp­hafi grunn­skóla­göngunnar og sé kennd mark­visst út skóla­gönguna, bæði á grunn- og fram­halds­skóla­stigi. Þá eigum við við að hún sé miðuð út frá aldri og þroska nem­enda hverju sinni og byggist ofan á fyrri þekkingu. Við leggjum það einnig til að að­gengi að heild­stæðu náms­efni verði bætt, að skóla­hjúkrunar­fræðingar verði ráðnir í fram­halds­skólana, að kennslu um kyn­heil­brigði verði bætt við grunn­menntun kennara og sömu­leiðis að þeir fái endur­menntun. Þá leggjum við á­herslu á að við­bragðs­á­ætlun við kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi í skólum verði út­búin svo skóla­starfs­fólk viti hvernig þeir geti brugðist við því þegar upp koma of­beldis­mál. En fyrst og fremst leggjum við til að kyn­fræðslan sem kennd er sé al­hliða og geri ráð fyrir fjöl­breyti­leika.“

Er skýrslan á ein­hvern hátt bindandi fyrir skóla­kerfið?

„Nei, hún er það ekki, ekki enn sem komið er. Nú er það stjórn­valda að taka við keflinu og koma þessu af stað, það er að segja ef raun­veru­legur vilji til breytinga er fyrir hendi.“

Býstu við því að það verði gerðar breytingar í skóla­kerfinu á næstunni varðandi kyn­fræðslu?

„Já, ég býst við því. Ég held að sam­fé­lagið sé á þeim stað að við hrein­lega krefjumst þess að stjórn­völd fylgist með um­ræðunni og hlusti á óskir barna og ung­linga en þeir hafa kallað eftir þessum breytingum í mörg ár. Um­ræðan seinustu mánuði hefur sýnt okkur það skýrt hversu brýnt þetta er. Þetta snýst ekki um neitt annað en for­gangs­röðun fjár­magns og verk­efna og það er nauð­syn­legt að við tökum stöðuna al­var­lega ef við ætlum að sporna við þessum gífur­lega fjölda of­beldis­mála sem hafa verið að koma upp á yfir­borðið.“

Var sam­starfið gott í vinnu­hópnum?

„Já, sam­starfið var mjög gott. Hópurinn var skipaður mjög reynslu­miklu fólki úr ýmsum áttum og það reyndist vel.“