Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri yfirstjórnar lögreglu segir að það sé erfitt að saklaus strákur sé tilkynntur til lögreglu tvo daga í röð.
Móðir drengsins greindi frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hún segir að lögregla hafi aftur haft afskipti af drengnum hennar á meðan þau voru í bakaríi. Hún segir að maður í Teslu hafi hringt í lögregluna sem mætti fljótt á svæðið.
„Ég var búinn að heyra að lögreglan hefði aftur komið að þeim niður í bæ. En ég var ekki búinn að heyra meira,“ segir Gunnar, en málið er enn í vinnslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, „Mér skilst að við séum að fara skoða þetta eitthvað með þeim.“
„Það er rosalega erfitt að sami strákur sé að lenda í því að einhver tilkynni hann og að við séum að bregðast við og koma að honum. Það er gífurlegt áfall fyrir ungan dreng sem hefur ekkert gert,“ segir Gunnar.