Gunnar Hörður Garðars­son, sam­skipta­stjóri yfir­stjórnar lög­reglu segir að það sé erfitt að sak­laus strákur sé til­kynntur til lög­reglu tvo daga í röð.

Móðir drengsins greindi frá þessu í færslu á Face­book, þar sem hún segir að lög­regla hafi aftur haft af­skipti af drengnum hennar á meðan þau voru í bakaríi. Hún segir að maður í Teslu hafi hringt í lög­regluna sem mætti fljótt á svæðið.

„Ég var búinn að heyra að lög­reglan hefði aftur komið að þeim niður í bæ. En ég var ekki búinn að heyra meira,“ segir Gunnar, en málið er enn í vinnslu hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, „Mér skilst að við séum að fara skoða þetta eitt­hvað með þeim.“

„Það er rosa­lega erfitt að sami strákur sé að lenda í því að ein­hver til­kynni hann og að við séum að bregðast við og koma að honum. Það er gífur­legt á­fall fyrir ungan dreng sem hefur ekkert gert,“ segir Gunnar.