Ghisla­ine Maxwell, sem á­kærð var fyrir kyn­lífsman­sal, hefur verið sak­felld í fimm á­kæru­liðum af sex. Dómurinn var kveðinn upp í kvöld eftir tveggja daga í­hugun.

Maxwell var dæmd sek fyrir að hafa lagt á ráð með Jef­frey Ep­stein um að lokka stúlkur undir lög­aldri í kyn­lífsman­sal, flytja þær á milli landa og brjóta á þeim kyn­ferðis­lega.

Maxwell var sýknuð af einum á­kæru­lið, kyn­lífsman­sal stúlku undir lög­aldri sem kom ekki fram undir nafni.

Ekki er búið að á­kveða hversu langan dóm Maxwell á að hljóta en al­var­legasti á­kæru­liðurinn, kyn­lífs­mann­sal barna undir lög­aldri, getur gefið allt að fjöru­tíu ára dóm. Annar á­kæru­liður sem hún var sak­felld af er með tíu ára há­marks­dóm og seinustu þrír eru með fimm ára há­marks­dóm hver.

Fái Maxwell hæsta dóm í öllum á­kæru­liðum gæti það þýtt 65 ára fangelsis­dómur, en hún er núna sex­tug. Að sögn frétta­blaðsins New York Times yfir­gaf Maxwell dóm­salinn í flýti, án þess að tala við lög­fræðinga sína.

Systkini Ghislaine Maxwell á leið í dómsalinn.
Fréttablaðið/EPA
Sarah Ransome, fórnarlamb Epsteins, mætir í dómsalinn.
Fréttablaðið/Getty
Teresa Helm yfirgefur dómsalinn en hún ákærði Epstein fyrir nauðgun.
Fréttablaðið/Getty
Þónokkuð af fólki safnaðist fyrir utan dómsalinn til að vekja athygli á tengslum Epstein og Maxwell við annað frægt og valdamikið fólk.
Fréttablaðið/EPA