Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis-og auð­linda­ráð­herra, undir­ritaði í dag, 17.júní, frið­lýsingu Geysis í Hauka­dal. Líkt og al­þjóð veit er svæðið eitt þekktasta gos­hvera­svæði veraldar.

„Það er fátt meira við­eig­andi en að frið­lýsa Geysi og Geysis­svæðið á þjóð­há­tíðar­daginn sjálfan,“ segir Guð­mundur Ingi.

„Geysir, Strokkur og svæðið í heild sinni er senni­lega lang­þekktasta náttúru­undur landsins og hefur gríðar­legt að­dráttar­afl. Svæðið er líka ó­rjúfan­legur hluti af í­mynd Ís­lands sem lands náttúru, sögu og menningar,“ segir hann enn­fremur.

„Þar sem Geysis­svæðið er eitt þekktasta gos­hvera­svæði Jarðar tel ég frið­lýsingu þess vera heims­við­burð og Ís­lendingar mega vera stoltir af því að taka þá á­kvörðun að vernda svæðið fyrir nú­verandi og komandi kyn­slóðir, alls­staðar í heiminum.“

Fjöl­margir hverir og laugar eru á frið­lýsta svæðinu - gos­hverir og leir­hverir sem og leirugir vatns­hverir. Eru gos­hverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vig­dísar­hver, Háa­hver, Sí­s­jóðanda og Ó­þerris­holu. Á svæðinu er einnig hvera­hrúður á stóru sam­felldu svæði.