Maður á sjötugsaldri í Týról hefur gengist að því að hafa geymt lík móður sinnar í kjallara á heimili sínu í eitt ár til þess að austurríska ríkið myndi ekki hætta að senda henni eftirlaun.

Þetta kemur fram í austurrískum fjölmiðlum. Í yfirheyrslum viðurkenndi maðurinn að móðir hans lést um mitt sumar á síðasta ári, þá 89 ára gömul.

Í yfirheyrslu lýsti hann því yfir að hann hefði vafið hana í klökum til að koma í veg fyrir að lyktin myndi berast til nágranna sinna.

Undir það síðasta notaðist hann einnig við kattarsand.

Maðurinn sagðist ekki eiga efni á húsnæði án þess að halda eftirlaunum móður sinnar.

Móðir hans fékk eftirlaunin send með bréfpósti en rannsókn á málinu hófst þegar póstmaður tilkynnti að maðurinn hefði neitað að móðir hans kæmi til dyra að taka við bréfinu.