Kyn­ferðis­brota­deild Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu vinnur nú að því að inn­leiða nýtt á­hættu­mat sem unnið var í sam­starfi við kanadíska sér­fræðinginn Stephen Hart. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að allar tilkynningar um bæði grun eða tilfinningu fyrir því að það gæti verið að brjóta gegn börnum hjálp lögreglunni við að ákvarða hvort að meintir gerendur eigi heima í áhættumatinu.

Með inn­leiðingu þess verður rann­sóknar­lög­reglu­mönnunum í deildinni kleift að for­gangs­raða bæði málum í rann­sókn en einnig þeim ein­stak­lingum sem mögu­lega stafar meiri hætta af.

„Þetta snýst um for­gangs­röðun og við erum auð­vitað alltaf að því, en þetta er tól í okkar verk­færa­kistu sem bætir for­gangs­röðun. Þetta að­stoðar við að bera kennsl á mál þar sem ein­hver á­stæða er til að ætla að ein­hver sé lík­legur til að brjóta af sér gegn börnum,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og þannig sé for­gangs­raðað eftir því hversu mikil á­hættan er.

„Þannig er hægt að bregðast við yfir­vofandi hættu, ef ein­hver er.“

Ekki endilega staðfesting á sekt

Með því að hafa ein­hvern geranda í svona á­hættu­mati er þá ekki gefið í skyn að hann sé sekur?

„Það þarf ekkert endi­lega að vera. Það er ekki gefið í skyn að hann sé sekur, heldur að það sé grunur og að ein­hver sé lík­legur til að brjóta kyn­ferðis­lega gegn börnum. Við erum með eitt­hvað í hendi til að setja þannig af stað. Það getur verið til­kynning um brot sem er grunur á að sé búið að fremja,“ segir Ævar Pálmi.

Hann segir að þannig geti allar til­kynningar nýst þeim við að á­kvarða hvort að menn eigi heima í slíku á­hættu­mati.

„Já, það getur verið grunur eða til­finning um kyn­ferðis­brot gegn börnum. Sem kemur frá fólki úti í bæ, öðrum lög­reglu­mönnum, fé­lags­þjónustunni og barna­vernd og kannski er það ekki til­kynning um brot heldur að fólk hafi á­hyggjur af því að eitt­hvað sé í gangi og sér á­stæðu til að til­kynna það til lög­reglunnar. Þá er á­stæða til að fara yfir upp­lýsingarnar og meta hvort að það fari í for­gangs­röðunina eða fara í þá vinnu. Þá er tekið saman hverjir tengjast málinu, hvar þetta gæti hafa átt sér stað og hve­nær. Öllu er safnað saman og komið í yfir­ferð og svo flokkað og for­gangs­raðaða.“