Það kemur í ljós í dag hvort Magdalena Andersson, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og fjármálaráðherra, verði fyrsta konan til þess að gegna embætti sem forsætisráðherra Svíþjóðar.

Kosið verður um stuðning við hana í embættið á sænska ríkisþinginu í dag.Andersson hefur síðustu daga freistað þess að fá stuðning Vinstriflokksins í embættið.

Í kosningu á sænska ríkisþinginu verður kosið á milli Andersson og Ulf Kristersson, formanns hægri flokksins Moderat­erna, sem næsta forsætisráðherra.

Nooshi Dadgostar, formaður Vinstriflokksins, hefur sagt í norskum fjölmiðlum að ekkert samkomulag hafi náðst um stuðning við Andersson. Af þeim sökum liggur ekki fyrir hvernig kosningin mun fara.